Saturday, March 20, 2010

Draumráðningar, anyone?

gleði gleði, ég fékk pakka í dag frá yndislegu foreldrum mínum sem innihélt íslenskt nammi og páskaegg! Núna mega sko páskarnir koma :D
...Og Sigga þetta var egg nr 3 svo ég held að ég muni ráða við að klára það, ef ekki þá segir mér nú svo hugur um að Susanne myndi aðstoða mig við það með glöðu geði.

Dagurinn í dag var mjög góður. Ég fékk að sofa til 9 í morgunn sem ég kalla núorðið að sofa út, hehehe, held að það hafi verið mesta breytinging sem ég fann fyrir að þurfa allt í einu að fara að sofa á skikkanlegum tíma og vakna snemma á morgnanna :P
Fyrirhádegi var ósköp rólegt, fór í göngutúr með tryppið, gaf hrossunum, hreinsaði gerðið og hafði til hádegismat.
Eftir hádegismat fórum við svo á rúntinn og fórum til Umiz þar sem að var markaður í gangi, ekkert mjög stór og það var ekki hægt að prútta en það var rosa gaman að skoða. Ég keypti mér loksins nýtt skópar enda gömlu nike skórnir komnir á síðasta séns, en núna standa tölurnar svo

Ný skópör keypt sl mánuð
Ásrún: 1
Susanne: 7

finnst það frekar skonndið, sérstaklega þar sem hún er alltaf að tala um að hún þurfi að losa sig við skó og föt svo að það verði minna til að taka með sér þegar við flytjum til Þýskalands, hehe.
Á morgun munum við svo fara í gamlan bæ sem heitir Mürten eða Morten, á víst að vera rosalega fallegur og gaman að skoða.
Í dag var ég látin vinna með Austra í hendi og viti menn ætli ég hafi ekki fengið leyfi til að fara á bak! Að vísu bara inni í hringgerðinu... og Susanne lónseraði hann á meðann... en samt, híhí

Eeeeen ég nefndi víst eitthvað um draumráðningar vegna þess að mig dreymdi alveg stórfurðulegan draum í nótt.

Ég var stödd í stórri borg þegar allt í einu dró ský fyrir sólu, ég leit upp hæðina og þar var rosalegt þrumuveður yfir þorpi sem var þar. Ég geng út á torgið til að fylgjast betur með eldingunum þegar lítill skýstórkur kemur, ég fylgist með honum heilluð í smá stund þegar ég ákveð að það er hugsanlega ekkert svo sniðugt að standa bara þarna og fylgjast með svona twister.
Ég sný mér við og sé þar gaur á hjóli sem að dettur niður, ég hleyp til hans og hjálpa honum á fætur, hann bölvar þyngdaraflinu en segir svo að sér svimi dáldið og biður mig um að styðja sig áfram meðan hann er að ná jafnvæginu.

við göngum aðeins áleiðis eftir torginu þegar hann þéttir takið á mér og fer að ganga hraðar og hraðar, ég er umþaðbil að stoppa þegar allt í einu kemur einhver annar sem hann greinilega þekki og grípur undir hina hendina mína. Saman lyfta þeir mér upp og hafa mig á brott.
Ég berst um og reyni að sleppa en ekkert gengur, þá öskra ég eins hátt og ég get sem verður til þess að ég hrekk upp af svefninum, ég velti því fyrir mér hvort ég hafi öskrað uppúr svefni þegar herbergishurðin mín opnast og inn gengur gaurinn á hjólinu.

Þá rifjast upp fyrir mér að það eru nokkrir mánuðir síðan þetta hafði allt gerst og ég og þessi gaur vorum byrjuð saman. Hann kveðjur mig og fer í vinnuna. Ég klæði mig og fer að skoða íbúðina sem við (og vinir okkar) búum í. Fer inná klósett en það er greinilega stíflað eða eitthvað þar sem það er kúkur út um allt! sama var að segja um hin 2 klósettin í íbúðinni *bjakk*
Næst lýt ég út um gluggann, þar haf ég útsýni yfir gerðið og sé alla hestana, mér til mikillar ánægju hafa Ála og Lilja bæst í stóðið og ég fer að plana reiðtúra til að fara á hestinum mínum, þegar ég uppgvöta, mér til mikillar skelfingar, að ég get ekki tekið þær aftur með mér heim til Íslands!
og þá vaknaði ég - fyrir alvöru...

1 comment:

  1. Hæ Hæ Frábært að pakkinn komst til skila. Vona að þú sérst sátt við innihaldið. Við kláruðum smíðarnar í kvöld, byrjað verður að flísa á mánudag, og vonandi klárað á miðvikudag þ´´a verður allt klárt nema vatnið sem verður græjað á meðan við erum úti. Þannig að er viðp komum heim þá á að vera kominn á hiti, hægt að fara í sturtu og klósettið komið í gagnið. við ætlum bara að kaupa okkur stórar töskur í USA til að koma öllu með heim. Vonum að þú eigir skemmtilega helgi. ástar kveðjur P+M

    ReplyDelete