Sunday, April 4, 2010

Gleðilega páska!


Það er alveg merkilegt hvað tíminn líður alltaf hratt og núna eru komnir páskar!
eftir 22 daga er fyrsta og síðasta prófið mitt í skólanum og eftir ca mánuð verð ég í Þýskalandi.
En já ég fékk sent íslenskt páskaegg og þar var eftirfarandi málsháttur "Betra er lífið leift en mikið gleypt"
- betra er að leyfa sér mikið í lífinu en borða mikið? skrítinn málsháttur
Sl helgi var IPO 3 próf hjá Susanne með hundinn Kengie og fórum við til Bellizona sem er í suður hluta Sviss við Ítölsku landamærin og heldur betur öðruvísi en hér.
Flestir tala ítölsku og ekki laust við að ég fann fyrir sterkum rómönskum blæ, hehe
Annars hefur voða lítið gerst. Ég hef verið að ritgerðast fyrir páska og mun halda því áfram um páskana. Á morgun munum við Susanne fara samt að rúntast og fara í útsýnisferð um sviss, aftur, það eru víst fleiri hlutir sem hægt er að skoða hér og það verður vonandi gaman.
Christan kom heim í sl viku en fer svo aftur til þýskalands á morgunn svo um helgina hafa þau verið að pakka eins miklu og þau geta enda styttist í flutningana.
Planið er svo að Susanne fari til Þýskalands eftir 2 vikur og þau komi þá bæði til baka og verði þar til flutt er.

Það er nú samt dáldið annað sem ég er spenntari fyrir heldur en flutningunum og það er hún Ála mín sem á (vonandi) að kasta núna um miðjann eða enda apríl. Finnst frekar fúllt að vera stödd út í sviss þegar það mun eiga sér stað en sem betur fer á ég góða að sem ætla að taka fullt af myndum fyrir mig þegar folaldið kemur í heiminn :D
Vona að þið hafið það sem best yfir páskana.

1 comment:

  1. gaman að þau eru dugleg að taka þig í skoðunarferðir um Sviss :)

    vona að Álu gangi vel að eiga ^^

    ReplyDelete