Wednesday, November 21, 2007

Always look on the bright side of life...

Já ég er ekki frá því að maður verði stundum bara að taka sér smá tíma og líta á björtu hliðarnar á því sem gerist í lífinu.
T.d var margt sem gerðist í dag...

Ég skrapp til Reykjavíkur í atvinnuviðtal sem gekk bara ágætlega að ég held, eftir það hitti ég Dagmar, Þórhildi og Önnu og saman skruppum við á Café Blue þar sem Þórhildur kveikti næstum því í henni Dagmar með því að halla sér fram á borðið, það valt aðeins fram, kertastjakinn á loft og beint á Dagmar sem varð öll út ötuð í kertavaxi en sem betur fer slokknaði eldurinn og hún meiddist ekki
Bright Side; Þetta var sjúklega fyndið

Eftir vaxið á Café Blue ákváðum við að skreppa í Toys'R' Us og ath með perlur fyrir Dagmar svo hún gæti skreytt dimmó-búninginn sinn, úrvalið var nefnilega ekki nógu gott í Kringlunni, við erum komin langleiðina þangað þegar svo illilega vill til að ég lendi aftan á öðrum bíl!
Sem betur fer var ég ekki á miklum hraða, það slasaðist enginn og það eina sem sést á mínum burra er númeraplatan á framan sem er beygluð svoldið inn.
Bright Side; Löggu-gaurinn sem kom og tók skýrsluna var gegt hot, og þá meina ég GEGT

Fór í Spray-Tan í dag áður en ég fór á Dimmó-æfingu, frekar spes er orðið yfir þá lífsreynslu og sem betur fer lenti ég ekki í því sama og Ross :P Allt gekk svo vel á Dimmó æfingunni þar til klukkan var orðin hálf ellefu, þá ætluðum við að taka loka rennsli en þá kom kona sem sagði að við yrðum að fara þar sem það var verið að læsa skólanum, við vorum engan vegin sátt þar sem þetta var loka prufan okkar því við fáum ekki salinn á morgunn og yrðum að fá að renna yfir þetta aftur. Eftir mikið þreyf og nokkur símtöl féllst Egill Kokkur á að vera með okkur, fylgjast með og hleypa okkur svo út.
Bright Side; Þrátt fyrir þreyfið og rifrildið um hvort við gætum verið lengur þá var hann Egill með svo smitandi hlátur að allir komust aftur í mjög gott skap þegar við renndum yfir show-ið okkar

En já... klukkan er farin að ganga eitt svo ég ætti að pilla mig upp í rúm enda orðin vel þreytt og skóli í fyrramálið
Bright Side; Ég þarf ekki að mæta fyrr en tíu mínútur í ellefu á morgun ;)

4 comments:

Anonymous said...

gegg skemmtileg bright side comments hahahaaha
gott að þið eruð allar okey
en hvernig gekk að segja pabba þínum frá atvikinu ?

Anonymous said...

pabbi er í noregi, eða DK, kanski sér hann þetta bara hér inni....en hann hlítur að samgleðjast yfir hott löggunni ;)

Dagmar Ýr said...

ég verð að vera svo INNILEGA sammála þessu með lögguna...OMG hvað hann var óeðlilega flottur...hann hefði átt að vera í Herra Ísland *híhí* þá hefði mér ekki þótt það svo leiðinlegt =Þ

en ég er að jafna mig í rifbeinunum ef þú vildir vita... *hvísl* ég er samt með marblett on my boob *hvísl*

Ásrún said...

Já ég veit hann var svoooo hot *dreym*

En já ég sagði pabba í gær og byrjaði setninguna á "Ég hitti gegt flotta löggu í dag"
... hann fattaði strax hvað hafði gerst :P