Já vitiði, ég held að sá 14. sé ekki beint minn dagur heldur ...
ef við byrjum á byrjuninni að þá var ég andvaka frameftir öllu í nótt og sofnaði ekki fyrr en klukkan var farin að ganga hálf fjögur... svo vakna ég með þvílíka verki niður eftir rifbeinunum báðu megin, staulast upp úr kjallaranum og reyni að jafna mig .. ekkert sem ég gat gert en til allrar hamingju lagaðist verkurinn.
þá var klukkan orðin svona korter yfir sjö og engin tilgangur í að fara aftur að sofa svo ég byrjaði bara að hafa mig til fyrir skólann.
Komin rétt fyrir hálf 9 *skólinn byrjar hálf 9 fyrir þá sem ekki vita* og þá er bara einn kennari skráður veikur svo ég og hinir samnemendur mínir bíðum fyrir utan stofuna. eftir 10 mín kemur strákur sem er með okkur í þessum tíma og segir að kennarinn sé veikur sem þýðir að ég fór ekki í tíma fyrr en 10.50!
- og fékk því að hanga næstu tvo tímana í skólanum .. tíminn nýttist svosum ágætlega, náði að klára aðre uppeldisfr. ritgerðina mína, svo það er gott.
en já tími kl 10.50 ... eyða og svo aftur tími.
Þá var ég búin í skólanum, klukkan orðin hálf 3 og hófst þá biðin eftir að dimmó fundurinn byrjaði kl 5 .. sem er eftir 10 mín.
Var s.s bara að horfa á heroes áðan og láta mér leiðast, og vá maður hvað er málið við að gera svona spennandi þætti og láta þá alltaf enda to be continued...
en já, svona hefur dagurinn minn basically verið, ég er óheyrilega þreytt, ekki enn búin að jafna mig 100% á verknum í morgun *sem eru að öllum líkindum hassperur (harðsperrur?) síðan ég datt í gær* og get ekki beðið eftir að komast heim, taka því rólega, horfa á Top Model og fara að sofa !!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
heppin að geta farið heim á eftir og horft á Top Model. Ég get það ekki. Ég þarf að fara að vinna klukkan 8 til næstumþví 12!!!
Sem sökkar...=(
hæ skvís, ekkert smá flott blogg.
verst að okkur tókst að fara á mis í gær...enda alveg típískt.
en ég er líka forvitin, why s-v-e?
æj vona að þú náir eitthvað að sofa á næstunni .. en það er að koma helgi þannig að vííííííí
sve.. haha.. bara snilld þegar það gerðist.. every time I think of it, I smile.... =D
hehe sve segiru ... all will be revealed in good time
Post a Comment