
Er er ekki löngu komin tími á að ég skrifi hér ýtarlega lýsingu á dimmiteringunni minni?
- Ég held það
Ég get með sanni sagt að þetta hafi verið snilldar dagur í heild sinni og heppnast alveg æðislega vel, enda var bara frábærlega gaman :D
Dagurinn byrjaði á því að ég vaknaði klukkan fjögur á aðfaranótt föstudagsins til að hafa mig til, fór í búninginn, fór með dót og drasl út í bíl, fékk mér að borða og rúntaði svo á Akranes rétt fyrir hálf sex og var komin á skagann um sex leytið.Þá fór ég heim til Fríðu sem býr við hliðina á skólanum, lagaði mig aðeins til og fengið sér smá ;)
Traffík í spegilinn
Strákarnir voru bara á chillinu
En um sjö þá strunsuðum við fylgtu liði, Kleópötrur og Skylmingarþrælar, á heimavistina til að vekja þessar vistarverur með hrópum og köllum. Flestir krakkana reyndu að snúa á okkur og læsa herbergjum sínum, sem betur fer höfðum við þá hann Stjána með okkur en hann hafði fengið lyklavöldin kvöldið áður og sá til þess að allir á vistinni voru vaktir, múhahaha
Vakningin á vistinni
Þegar búið var að ganga úr skugga um að allir væru vaknaðir hófumst við handa, nokkrir fóru heim til Bjarnþórs kennara að 'ræna' honum, á meðan ég og nokkrir aðrir 'rændum' henni Huldu sem er forstöðukonan á vistinni. Þeim var báðum vafið í tóka og fengu þessar fínu gylltu bergfléttur.
Eftir það var haldið af stað í skólann og átum við morgunmat með kennurunum enda klukkan farin að ganga átta.
Í morgunmatnum á kennarastofunni
þegar maturinn var búin fórum við niður á sal, lokuðum honum og byrjuðum að undirbúa fyrir showið, en um níu leytið tókum við okkur smá hlé og hlupum crazy um ganga skólans með hrópum og köllum, trufluðum kennslu og létum öllum illum látum... sem var heavy stuð :D
Næst fórum við aftur á sal þar sem við tókum ca eitt rennsli og svo var showið klukkan rúmlega ellefu.
Óhætt er að segja að það hafi heppnast með eindæmum vel því enn er fólk að tala um það og margir að segja að þetta hafi verið besta dimmisjóv til þessa!
Enda var þetta líka bara snilld ;)
Enda var þetta líka bara snilld ;)
Allir að dansa
Eftir Dimmisjóvið fengum við mat á sal skólans og svo var haldið af stað í borg óttans í óvissuferð. Stemmingin í rútunni var í hámarki og var mikið sungið og trallað.
Eftir Dimmisjóvið fengum við mat á sal skólans og svo var haldið af stað í borg óttans í óvissuferð. Stemmingin í rútunni var í hámarki og var mikið sungið og trallað.
Yours Truly í rútunni ... og Karí að tjá sig fyrir aftan...
Þegar við komum í bæinn fór rútan í Kópavoginn þar sem við tókum einn leik í laser tag og lenti mín í öðru sæti *stolt* enda ekki slakur árangur þar sem þetta var í fyrsta sinn sem ég fer í laser tag
Gellurnar á leið í Laser Tag
En næst var ferðinni heitið í kringluna þar sem við fengum að skottast í hálftíma, hlaupandi um, láta taka af okkur myndir og svara spurningum forvitnra vegfarenda. Þegar við vorum svo á leiðinni úr kringlunni hópuðust strákarnir saman, mynduðu fylkingu, marseruðu, börðu á brjóst sér og hrópuðu...
Við gengum framhjá tveim öryggis vörðum en þeir sáu ´líklegast að við vorum á leiðinni út svo þeir gerðu ekki neitt, en þegar við vorum að ganga út um hurðina kom einn öryggisvörður.. lítið písl með gleraugu og ´hellti sér yfir strákana með fúlyrðum og hreytingum og sagði þeim að hætta þessu eða að drulla sér út.
Ég veit nú ekki hvað hann hafði í hyggju þessi öryggisvörður, því fyrir utan þá staðreynd að við vorum á leiðinni út hvað ætlaði hann þá að gera einn á móti þrettán vopnuðum skylmingarþrælum?
Í rúllustiganum í kringlunni
Allavega, eftir kringlureisuna var farið í keiluhöllina. Við fengum að bíða dágóða stund eftir að komast að og fengum ekki einu sinni keiluskó! en hvað um það við byrjuðum í diskókeilu og allt í stuði og voða gaman þegar allt í einu allt fyllist af fjölskyldufólki með litla krakka og öll ljós kveikt og diskókeilan búin :( ekki gaman...
Allavega, eftir kringlureisuna var farið í keiluhöllina. Við fengum að bíða dágóða stund eftir að komast að og fengum ekki einu sinni keiluskó! en hvað um það við byrjuðum í diskókeilu og allt í stuði og voða gaman þegar allt í einu allt fyllist af fjölskyldufólki með litla krakka og öll ljós kveikt og diskókeilan búin :( ekki gaman...
Við kvörtuðum en fengum engu breytt svo við afréðum að klára bara þennan leik og fara svo en ekki taka tvo eins og fyrr hafði verið ákveðið.
Svo var bara farið aftur út í rútu og keyrt aftur á skagann. Klukkan var þá orðin hálf sjö en eftir að hafa talað við eigenda Breiðarinnar *við leigðum efrihæðina þetta kvöld* þá átti ekki að hleypa okkur inn fyrr en um sjö og rútubílstjórinn vildi ekki leyfa okkur að bíða í rútunni svo við urðum bara að redda okkur. Reddaðist ég með að skella mér bara á rúntinn með Ragnheiði, Steinunni, Öglu og Fríðu.
Breiðin opnaði svo ekki fyrr en hálf átta, sem var frekar fúllt, en þegar við komum inn biðu okkar dominos pizzur sem er alltaf gaman ;)
Mikil stemming var á breiðinni en því miður ekki allir sem komust þangað því var það nokkur Hörður U sem hafði farið heim til sín í milli tíðinni og sofnað... ekki nógu sterkur leikur þar á bæ.
Við hin skemmtum okkur allavega konunglega enda var þarna boðið upp á bollu og bjór.Stemmingin var svoí hámarki frá tíu til ellefu og voru allir upp á sitt besta dansandi rassinn úr buxunum. Enda var orðið ansi heitt í kolunum, berir strákar og stelpur upp á borðum :P
Sexy time
Rétt eftir ellefu var rútan komin aftur og þá átti að fara með okkur á ballið. Ég var nú ekki nema tæplega hálftíma á ballinu enda var farið mitt komið en það var hún Anna yndislega sem sótti mig á Skagan og kom mér aftur heim þar sem restin af vinum mínum beið og þá byrjaði stuðið aftur... sem og kvöldið þar á eftir ;)
Þannig já, þetta var virkilega vel heppnuð helgi. Dimmiteringin og Dimmisjóvið var æðislegt og einnig var líka mjög gaman að partýa með vinunum... ég lærði líka Texas Hold'em ;)
svo fer skólinn bara að klárast, skrítið að þetta skuli vera síðasta vikan mín í FVA... úff !! Maður er að verða svo fullorðin
En bara takk allir fyrir frábæran dag, þetta hefði ekki getað verið skemmtilegri hópur eða skemmtilegri dagur! :D
3 comments:
YAY FYRIR DIMMISJÓN!!!
YAY FYRIR AÐ ÚTSKRIFAST!!!
YAY FYRIR FYLKINGUM AF STRÁKUM AÐ ÖSKRA!!!
YAY FYRIR MÉR!!!!!!
ú ekkert smá mikið stuð á ykkur!
man hvað það var gaman í minni dimiteringu ;)
hehe þetta var bara snilldar show :D
til hammó með dimmiteringuna
svo bara nokkrir dagar þar til prófin byrja og svo nokkrir dagar þar til útskrift !!!!
Post a Comment