Jæja ég vil bara óska öllum gleðilegs nýs árs!!
Þá er bara komið árið 2008!
Margt gerðist á síðasta ári, sumt gott annað miður gott og stundum finnst mér ég hafa verið frekar óheppin... lenti ég þá m.a. alls í 3 árekstrum og handleggsbrotnaði illa en ef litið er á björtuhliðarnar þá festi ég kaup á yndislegri hryssu, bíl og útskrifaðist úr FVA!!
og það er eiginlega stóra stökkið sem ég tek núna en þar sem ég ætla ekki að halda áfram í skóla fyrr en næsta haust að þá er það bara Reykjavíkin og atvinnumarkaðurinn sem tekur við, en ég fer í bæinn núna á föstudaginn en er það hún Sólrún frænka sem ætlar að lofa mér að vera :)
Ég er komin með tvær vinnur.
Önnur er hjá Sólarfilmu en ég byrja þó þar ekki fyrr en 1. feb, hitt starfið er hjá hagstofunni þar sem ég mun koma til með að vinna tvö kvöld virka daga og aðra hvora helgi. vinn ég sem spyrill og mun hafa það skemmtilega starf að hringja í fólk og spyrja þau spurninga.. voða merkilegt og mikilvægt ;)
- hagstofu starfið er þó ekki nema 4ra mánaða verkefni svo því verður líklegast lokið í apríl.. þá verð ég víst að sjá til hvort ég fái mér einhverja aðra auka vinnu eða láti mér bara Sólarfilmuna duga.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
vííí blogg... finally
Post a Comment