Veiveivei!
þá er ég loksins búin að komast í reiðtúr á nýja árinu! ekkert búin að fara á bak síðan stelpunni var sleppt í ágúst.
Við systurnar fórum sem sagt út í hús og lögðum á stelpurnar okkar sem voru mjög ánægðar að sjá okkur. Hleyptum þeim fyrst aðeins út í gerði þar sem að þær veltu sér og andskotuðust, óheyrilega mikið stuð :P
svo þegar við lögðum af stað slóst í för með okkur stelpa sem var líka upp í húsum og skemmtum við okkur bara vel.
Lilja hennar Siggu og Þokki sem stelpan var á voru að vísu með svo mikið keppnisskap að þau voru eiginlega bara komin í kapp og Álu greyjið sem hafði varla yfirferðina í þetta á eftir á valhopp/stökki, hehe
Ég var samt rosalega ánægð með það hversu mikið Ála tölti þar sem ég bjóst nú við því að hún vildi bara brokka, en það vildi hún einmitt aðallega gera þegar ég keypti hana í vor en þá hafði hún náttúrulega ekki verið hreyfð í nærri ár svo það skýrir það kannski.
En þetta var bara rosalega gaman og ég naut mín út í eitt. sérstaklega þegar við hleyptum upp þarna eina brekku og Ála tók þessi líka þvílíku gleðihopp og stökk... bara eins og versta rodeo hross, stanslaust stuð!
Svo á leiðinni heim var hún komin í enn meira stuð og var farin að tölta hratt og vel þegar við svo komum að smá lækjarsprænu sem hún hafði gengið yfir bara nokkrum mínútum áður þá tók mín sig sko til og stökk yfir hana!
- fannst það sérstaklega skemmtilegt þar sem aldrei áður hefur hestur stokkið yfir neitt með mig á baki :P
En já óhætt að segja að þetta hafi aldeilis verið sallíbunu reið og var svo sannarlega skemmtileg. Svo erum við systur að hugsa um að skreppa aftur á morgun :P
- þær verða kannski aðeins rólegri þá, hehe
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
JeY bLoGg ^^
Post a Comment