Friday, April 4, 2008

Andsetinn Burri

Já gott fólk, það hefur verið dáldið bíla vesen á mér þessa vikuna og í dag var ég farin að halda að blessaði burinn minn væri andsetinn!

Þetta byrjaði allt saman á laugardaginn fyrir rétt tæpri viku síðan.
Ég sem sagt kem heim í Borgó úr R.vík á föstudeginum ... á leiðinni fannst mér hafa komið smá reykur úr stýrinu en engin eldur og engin lykt svo ég ályktaði bara sem svo að þetta væri rykið sem hefur á dularfullan hátt komið sér fyrir í bílnum mínum.

En svo á laugardeginum þegar ég ætlaði að skutlast eitthvað þá var ekki möguleiki á að finna lífsmark í burra og pabbi í R.vík svo það varð að bíða fram á sunnudaginn.
Sunnudagurinn rennur upp og pabbi startar með köplunum, hann tók þá eftir að það vantaði einhverjar 2 skrúfur hjá alterarotnum (I learned a new word!) og telur að þessvegna hafi rafmagn lekið út eða eitthvað álíka,
hann fær skrúfur, festir í og allt ætti að vera í lagi, en því miður þegar ég legg af stað í bæinn seinna um daginn að þá er burri aftur dauður
Fær hann þá aftur kaplastart og talið að hann hafði ekki náð að hlaða sig nóg, ætti að gera það á leiðinni í rvk.

Allt virtist ætla að ganga að óskum, hann fór í gang á mánudagsmorgninum og ég komst heil á höldnu í vinnuna eeeeeeen þegar ég ætlaði að skreppast í hádeginu þá var minn dauður...
Ég hringí í pabba gamla sem hringir í þá hjá Ingvari Helgasyni og ég má koma með bílinn í tékk eftir vinnu.
Ég fæ start og bruna til Ingvars Helgasonar. Þar segi ég frá gangi mála og bíð í 20 - 30 mín meðan allt er mælt og athugað.
Segir mér þá maður að rafgeymirinn sem og alteratorinn séu orðnir vægast sagt lélegir og ég ætti að byrja á því að skipta um rafgeymi, ef hann lætur enn kjánalega þá skuli ég láta athuga alteratorinn og hann gefur mér nafnspjald hjá einhverju fancy verkstæði sem gæti gert þetta fyrir mig

Ég hringi auðvitað í pabba gamla sem segir mér að fara á N1 og fá nýjan rafgeymi þar... þar var ekki til í minni stærð, svo ég sendist á Olís í glæsibæ, tjái þeim að ég hafi ónýtan rafgeymi og vanti þar af leiðandi nýjan.
Kemur eldri maður með mælitæki og mælir geyminn sundur og saman og segir að það sé nú ekkert að þessum geymi en hugsanlega þyrfti að skipta um kol í alteratornum og sendir hann mig á verkstæði þarna rétt hjá þar sem ég var beðin um að koma aftur næsta dag. Sem ég og gerði.

Þar fór maðurinn yfir vélina og komst að þeirri niðurstöðu að það væri bara ekkert að honum, en bætti við vatni á geyminn... það var eftir að hann spurði hvort ég hefði ekki bara gleymt einhverjum ljósum á honum... það hefði ég kannski samþykkt ef þetta hefði gerst einu sinni, en ekki 3x á þremur dögum!

Síðan þá hafði allt gengið glimmrandi vel. Burri hagað sér skikkanlega og ávallt farið í gang. Þar til í dag.
Eftir vinnu geng ég út í bíl og þegar ég sest inn sé ég hvar þrjú ljós loga í mælaborðinu þrátt fyrir að enginn lykill væri í svissnum... fannst þetta fremur duló og þjösnaðist bíllinn dágóða stund áður en hann fór í gang, auðvitað hringi ég í dear old dad og segir hann mér að fara beina leið í ingar helgason sem ég og geri og segi þeim sólarsöguna. Með áherslu á ljósunum sem loguðu en þar er mér bara sagt að ég hafði komið á mánudeginum og hann sæi að ég ætti bara að láta skipta um rafgeymi og alterator og gefur mér aftur nafnspjaldið hjá verkstæðinu og bætir við að ég eigi bara ekkert að fara með bíl á bensínstöð í mælingu.
svo bara bless og mér leið eins og algerum bjána...

í þetta sinn svaraði pabbi ekki símanum sínum svo ég skrapp og fékk mér að borða og svoleiðis þar til hann gat hringt í mig, en í millitíðinni gerðist það að ég sem sagt stoppa bílinn og býst til að drepa á honum, sný lyklinum og tek hann úr. ljósin slökkna og útvarpið þagnar en vélin hélt áfram!
ég sting lyklinum aftur í og sný í báðar áttir og loksins slökknaði. pabbi hringir og segist ætla tala aðeins yfir hausamótunum á ingvarsmönnum *stolt*

Eftir að hafa farið á hestbak heyri ég í pabba og að ég má víst koma með burra í tékk eftir helgi. allt í lagi með það og ég bruna í Borgó.
Þegar ég var undir Esjunni fannst mér sem reykur kæmi aftur upp frá stýrinu, en sem og fyrri daginn þá var engin hiti, engin eldur og engin lykt.... og nokkru seinna hætti þetta...

allavega, ég renn í hlað heima og býst til að drepa á bílnum... ljósin slokkna og útvarpið þagnar en vélin heldur áfram! og sama hvað ég þjösnast á lyklinum í svissinum þá bara heldur vélin ávallt áfram!
Ég fer með hann á eitt af verkstæðunum hér þar sem einn maður skoðaði hann og fann ekki hvað þetta hefði getað verið... annað en að bíllinn væri á lyfjum, spýtti eða eitthvað álíka.. (ég taldi hann frekar vera andsetinn) og benti mér á að fara á hitt verkstæðið sem ég og gerði, mátti koma með hann aftur eftir hálftíma.
Þá var pabbi kominn heim og hafði skoðað hann og myndað sér skoðun á því sem gæti verið að. hann og verkstæðisgaurinn ræddu málin og við skildum bílinn eftir í góðum höndum.

um klukkustund síðar er komið aftur með bílinn til okkar, hafði hann þá fundið eitthvað að ljósa reley-inu (lærði annað orð!) þannig að þó að ég svissaði af bílinn þá var eitthvað skammhlaup í þessu þannig að það virtist enn einhvernvegin tengja framhjá og halda vélinni gangandi. mjög líklega líka það sem gerðist þegar dularfullu ljósin kviknuðu í mælaborðinu.

Skipti sá góði maður um reley og núna á allt að vera komið í lag
7-9-13

4 comments:

Sedda said...

Hvað er þetta eiginlega, til hvers þarftu bíl, ég hélt þú ættir hest? :p híhí

Dagmar Ýr said...

wow...ekkert smá mikið vesen!!

það eru svona stundir sem gera mig ánægða að eiga ekki bíl...en flestar aðrar stundir öfunda ég alla bílaeigendur *sek*

Anonymous said...

sjæse á ég lána þér Séra Jakob til að særa andanum út ?

En já... þetta var vesen :/

kv. Anna

Ásrún said...

já veistu ég held að það væri ekkert vitlaus hugmynd sko

hehe