Já það er nú margt að ské hér á þessum bæ.
Næsta vika verður að öllum líkindum sú síðasta sem ég starfa í Sólarfilmu en svo er ég ekki alveg viss hvað tekur við..
Ég fór í atvinnuviðtal á mánudaginn sem gekk mjög vel og er nokkuð viss um að fá þá vinnu en það eina sem gæti staðið í veginum eru íbúðarmálin.
Þannig er með mál og vexti að þessi vinna er í Keflavík og er pabbi hugsanlega að fara þangað líka. Þeir vilja allavega fá hann í vinnu og hann vill vinna þarna með því skilirði að þeir reddi honum íbúð... eitthvað hökt hefur verið á því svari svo ég bíð enn í óvissunni um það hvað nánasta framtíð hefur fram að bjóða.
Á morgun ætlum við Sedda svo að skreppa til Borgarnes, en hún er að fara að hefja nám við Hvanneyrarskóla sem kennt er eina helgi í mánuði. Hún fær að gista eina nótt, en svo kem ég til baka í bæinn með mömmu og pabba á sunnudeginum en þá skilst mér að við séum á leiðinni á mama mia sing along sýningu í bíó!
- verður örugglega rosa stuð ^^
Alltaf er eitthvað að frétta af hestamálunum hjá mér... í síðustu viku höfðum við systur hug á að vera duglegar að stunda hrossamennskuna.. en útaf fúlum girðingarföntum og leiðinda hrossum komumst við hvorki lönd né strönd þar sem hrossin voru komin leeeeeengst í burtu. Við leituðum og leituðum og héldum helst að þau væri horfin inn í hestavíddina, en daginn eftir fundu kristján og hulda þau einhverstaðar lengst í burtistan... nota bene þetta er þúsund hektara land!
Svo hefur mín hug á að fjárfesta örlítið... en þá er pælingin að festa kaup á einum hlut í stóðhestinum Klæng frá Skálakoti, þeim glæsihesti.
En það mun ég einungis gera ef allt gengur upp varðandi Keflavíkina og starfið þar
- leave it up to chance one might say :P
Annað skemmtilegt í fréttum er að góðvinur minn hann Dr. House byrjar aftur í kvöld ^^
ég er mjög lukkuleg með það enda var ég farin að sakna hans þó nokkuð.
Svo má ég náttúrulega ekki gleyma að nefna litla augasteininn minn hann Huginn Aðils. Ég var að passa hann í fyrrakvöld.
Svo virðist sem að hann eigi í einhverjum erfiðleikum með að bera fram nafnið mitt og kallar mig sjú-sjú, sem er rosalega krúttlegt, sérstaklega þegar hann var að baslast við að koma sér í skónna mína og sagði í sífellu "sjú-sjú gór! sjú-sjú gór!"
What can I say, the child is a cutesie, tutsie roll :P
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Svo var ég að sjá á síðu skálakots að Klængur verður í Andvara á morgun á mótinu! :D Við þar að sjá hann! :D
Post a Comment