Friday, October 3, 2008

Flutt til Kef og byrjuð að vinna

jæja þá er ég nokkurnvegin búin að koma mér fyrir hér í keflavíkinni, hef sofið hér eina nótt og so far er þetta bara fínt.
Að vísu byrjaði fyrsti dagurinn kannski ekki eins vel og ég ætlaði þar sem að allur snjórinn sem kom í nótt runkaði mig aðeins í ríminí. Þannig var að ég beygði aðeins of snemma og endaði alveg á svæðinu þar sem verið var að grafa fyrir grunni álversins... og ég skyldi hvorki upp né niður, mundi sko ekki eftir þessum grjóthnullungum frá því í gær, hehe
En allt reddaðist þetta á endanum og ég fann skrifstofurnar aftur ;)

Ég er nú ekki búin að vera að gera mikið þessa fyrstu tvo daga mína, enda er frekar rólegt akkúrat eins og er og ég á líka eftir að fá öll mikilvægu forritin inn í mína tölvu á borð við ipas og SAP.
Svo þangað til mun ég aðallega bara vera í því að ljósrita, hehe

Hér eru allir voða almennilegir og vinnumórallinn góður sem að skiptir náttúrulega öllu máli, eða svo þykir mér að minnsta kosti. Ég var samt búin að gleyma því hversu óþægilegt það er að vera að byrja í nýju starfi og hafa ekki hugmynd um hvað verið er að tala... á köflum skil ég hvorki upp né niður í því sem Margrét eða Niels eru að tala um, en þetta lærist víst með tíð og tíma.
- Ég er allavega orðin ágætlega lunkin á ljósritunarvélina!

Svo er hugmyndin um að skreppa í Borgó um helgina, en ég á samt eftir að heyra í honum Arnari nokkrum varðandi hestamál, ef hann vill hittast í fyrramálið að þá er ég kannski ekki alveg að nenna að keyra í nesið til að keyra til baka daginn eftir... en það kemur bara í ljós.

4 comments:

Anonymous said...

Sæl gott að þú ert að finna þig þarna,það tekur sinn tíma að komast inní tungumálið sem fólk notar á svona vinnustað, ef að þú vilt þá get ég sent þér tölvupóst og þýtt fyrir þig helstu hluti sem um er verið að ræða. Vonum að þú fáir lykil að íbúðinni sem fyrst það er svo vont að hanga lengi á húninum. Biðjum að heilsa öllum sem vilja vita af okkur höfum það fínt í 23 stiga hita og þó nokkrum vindi. Kveðja Gamla settið á Spáni

sam said...

já þú getur látið þér hlakka til að fara að vinna á SAP, það er svo skemtilegt og gefandi kerfi :P

Ásrún said...

af einhverjum ástæðum skynja ég kaldhæðni í þessu svari þínu systir góð...

Anonymous said...

SAP Rúlar
Höfum það flott enn gott veður og liggjum í sólbaði, fórum að hlusta á djass áðan. Bestu kveðjur til allra úr sólinni.
M og P