Tuesday, October 7, 2008

Fyrsta vikan næstum hálfnuð

Þessi fyrsta vika virðist bara vera að byrja vel.

Á mánudaginn fór ég með Margréti í smá skreppitúr, fórum í gamla kanabæinn (keilissvæðið) þar sem hinar skrifstofurnar eru og hitti ég fólkið þar. Svo rúntaði hún aðeins með mig þarna um og fékk maður svona guided tour um það hvernig allt hafði verið þegar hermennirnir voru á staðnum, mjög fróðlegt og skemmtilegt.

Daginn í dag byrjaði ég með því að fara á öryggis námskeið og hef annars verið að baslast í fundargerðum í dag, skrifa inn og setja upp á nýju formi og þess háttar og gengur það bara bærilega. Níels var svo eitthvað að tala um að kannski láta mig fara að sitja einhverja fundi... eða að minnsta kosti snara nokkrum eldri fundargerðum upp á nýja formið.

Í gær (mánud) hitti ég þá Arnar og Jón, en þeir eru mennirnir sem ætla að leigja mér í vetur pláss fyrir hana Álu mína, Því varla hélduð þið að hin litla ég ætlaði að vera hestlaus í vetur?
Þeir eru ágætir strákar, báðir eitthvað í kringum þrítugt, og ég fékk smá hnút í magann þegar ég sá allt blingið hans Jóns en uppá kaffistofu er ekkert nema gullpeningar og bikarar og þar sem að ég mun vera eitthvað að aðstoða hann við tamningar í vetur er ég ansi hrædd um að hann eigi eftir að komast að því að ég kann mun minna en hann....
- og þá er aldrei að vita nema hann geti kennt mér nokkur sniðug og góð trix ^^

Annað í fréttum er að hún Anna ætlar að koma í heimókn í kvöld ^^
Við ætlum sko að elda okkur eitthvað gott, slæpast, horfa á supernatural... og svo þarf hún að vísu eitthvað að lærast smá... en hvað um það. We will have good time, yes.

No comments: