Friday, October 10, 2008

Hagamús

Viti menn, ætli það sé ekki smá músangangur hér í vinnunni hjá mér. Eða að minnsta kosti undir vaskinum í "eldhúsinu" en þar er líka ruslafatan og án efa ýmsilegt gómsætt sem hægt er að gæða sér á.

en hún Margrét hér hikaði hvergi, fór í Byko, keypti músagildru og var mýsla litla orðin fangi strax daginn eftir, en þar sem að við erum svo náttúruvæn hér urðum við að sjálfsögðu að nota gildru sem hélt í henni lífinu.
Þetta var nú bara lítið ungagrey sem mig langaði ósköp mikið að taka með mér heim svo það yrði nú eitthvað líf í íbúðinni en ákvað svo bara að leyfa ræstingarkonunni að taka hann. Tel sjálfri mér í trú um að hún hafi nú vonandi farið með hann langt út í móa og sleppt honum þar
- hann var ósköp krúttlegur.

Annars gengur allt bara ágætlega hér í vinnunni, hefur verið fremur rólegt í vikunni en þó hef ég setið tvo fundi og graflað aðeins í fundargerðum og núna er ég að bíða eftir honum Þórði, en hann á víst að koma og sýna mér hvernig ég get fært vinnutíma verktakanna inn í excel skjal því já litla ég á að halda utan um það allt saman og skila af mér skýrslu mánaðarlega, oh joy :P

En það hefur verið mikið að gera í hestastússinu og hef ég verið að fara í sex reiðtúra á dag á mistömdum tryppum og gengur það misvel, bara eins og gengur og gerist, hehe
og er ég komin með amk tvö uppáhalds tryppi þarna og get núna heldur ekki beðið eftir að fá stelpuna mína til mín :)

1 comment:

Anonymous said...

Það er gott að allt gegnur vel hjá þér og vinnan öll aað koma til.
Hér hjá okkur er búið að vera sólarlaust og rigning í 3 daga vonumst til að sólin láti sjá sig á morgunn, höfum bara verið að horfa á sjónvarp og spila mini golf á meðan.
Biðjum að heilsa öllum hlökkum til að sjá þig ástarkvedðja Mamma og pabbi