Saturday, December 27, 2008

gleðilega hátið

gleðilega hátíð og gleðileg jólin.
Vona að þau hafi verið góð hjá ykkur, veit að þau voru mjög góð hjá mér.

Sigga og Dóri og Huginn voru í nesinu yfir hátíðina og það var eldaður kalkúni á aðfangadag með þessum líka dýrindisstöffing sem er bara the best!
Allir voru mjög sáttir með jólin sín og er ég engin undantekning.
Fékk margar flottar jólagjafir og ber það helst að nefna skrapptösku og skrappdót, reiðbuxur, bók eftir tamningarmannin Benidikt Líndal, fullt af lakkrís og súkkulaði nammi (sem maður þarf að drífa sig að klára ef maður ætlar í átak eftir áramót haha) flotta teninga í bílinn, snyrtivörur og margt fleira.

á jóladag kom svo bróðir hennar mömmu og fjölskylda hans í heimsókn og þá var mikið stuð hér á bæ.
Sigga og Dóri fóru svo á jóladag ... merkilegt hvað allt dettur í dúnalogn þegar 2ja ára guttinn fer heim með foreldrum sínum ásamt 18 mánaða geltmaskínunni honum Loka, hehe

Svo skrapp ég í stórborgina að ná í gobbann minn og taka á hús.
Lagði af stað kl 9 í morgun og var komin í mosfellsdalinn rétt fyrir 10 og þá upphófst mikil leit í myrkrinu af tveimur hrossum... og þótti mér frekar vandræðalegt þegar ég var farin að kallast á við risastórt kefli í myrkrinu "gobba-gobba-gobba"
En svo fann ég stelpurnar okkar á endanum og var komin með þær upp á kerru á rétt rúmum klukkutíma.
Lenti í smá vandræðum til að byrja með þar sem ég var bara með eitt beysli og einn múl, mýldi Lilju og beislaði Álu og krækti svo taumnum í þær báðar.. kannski ekki mín besta hugmynd þar sem að Lilju liggur alltaf voða mikið á, en Ála bara labbar þetta rólega... svo á endanum sleppti ég bara henni Álu en teymdi Lilju enda elti Álan bara... ekkert spennandi að vera skilin eftir ein í sveitinni.

Mér leist bara mjög vel á hesthúsin sem við verðum í. Stelpurnar... eða konurnar if you will sem eru þar virðast bara vera mjög fínar og almennilegar og ég hlakka mikið til að fara að ríða þarna út í vetur :)

Wednesday, December 17, 2008

vika í aðfangadag og mamma orðin fimmtug!

Já nú fer hátíðin aldeilis að skella á og nóg hefur verið að gera undanfarið í jólaundirbúningi og jólakaupum og óhætt að segja að hér í kring er orðið mjög jólalegt.

Svo er nú frá því að segja að hún Ingileif móðir mín kær varð fimmtug í gær, þann 16. desember, og óska ég henni innilega til hamingju með það!
Fóru þau pabbi til reykjavíkur og var aldeilis sérdeilist dekrað við frúna þar sem hún fékk fínerísis nuddmeðferð og um kvöldið dreif litla fjölskyldan sig út að borða.

Tjah að hún móðir mín hélt, því henni hafði einungis verið sagt að hún, pabbi, ég, Sigga og Dóri værum að fara fínt að borða en þegar við mættum á Einar Ben beið þar stórfjölskyldan, öll systkini mömmu, bræður pabba og makar.
Henni var aldeilis komið á óvart með þessu og örlaði á tár á hvarmi hennar meðan afmælissöngurinn var sunginn.
Svo tók við þetta líka glæsilega jóla/villibráða hlaðborð og gerðist ég svo kræf að smakka bæði svartfuglinn og hreyndýrapatéið... (aumingja rúdólf)

Held ég að hún móðir mín hafi verið all ánægð með daginn, sem og allir veislugestir :)

Tuesday, December 2, 2008

22 dagar til jóla!

Já það fátt sem að kemur manni jafn mikið í jólaskap svona rétt fyrir jólin og það að missa vinnuna sína, en það voru fjöldauppsagnir í fjölmörgum fyrirtækjum núna um mánaðar mótin og var ég ein af þeim sem lenti undir miðri fallexinni.

Já, í fyrsta sinn á sl tuttugu árum hef ég lent í því að vera sagt upp... ekkert voða skemmtileg tilfinning get ég sagt ykkur en get þó huggað mig við það að vera ekki búin að koma mér upp fjölskyldu, sökkva mér í lán og annað denslags.

Mér var gert að þurfa að vinna út uppsagnarfrestinn minn sem er mánuður, en hætti þó 19. des þar sem að þá er svæðinu hér lokað þar til 12. janúar.

En hvað tekur við næst?
Já mér er spurn... Það virðist enga vinnu vera að fá eins og ástandið er í samfélaginu í dag, ég talaði við Tolla í sólarfilmu en hann hefur víst ekkert handa mér fyrr en hugsanlega í apríl...
Svo. Ætti maður að sækja um í háskólanum og læra ööö... somethingamagicka með námslánum og öllu tilheyrandi, eða skella sér á atvinnuleysisbætur fram í apríl??

Þetta er mjög erfið ákvörðun, sérstaklega þar sem að umsóknarfresturinn í HÍ rennur út 15. des svo ég hef afráðið að fara á morgun og ræða við námsráðgjafa, sjá hvort hann geti aðstoðað mig við að fá botn í málið.

Annað en þetta er lítið að frétta. Í vinnunni er barasta ekkert að gera enda er búið að hægja svo mikið á Helguvíkurverkefninu að það skyldi engan undra þessar uppsagnir, enda eru búnir að vera niðurskurðir á öllum öðru sem fólki datt í hug en það var bara ekki nóg.

Ég bakaði þó Bismark kökur á sunnudagskvöldinu og kom með slatta í vinnuna á mánudagsmorgninum og gerðu hrægammarnir hér á skrifstofuni þeim góð skil og skilst mér að þær hafi bara þótt nokkuð góðar.

Frá litlu er annað að segja, Ég og Sigga jólaböksturuðumst á laugardeginum og voru bakaðar sörur, súkkulaðibitakökur ofl sem var bara gaman... en erfitt útaf honum Pésa kisa sem að langaði voðalega mikið að smakka allt sem við vorum að brasast með.

Læt ég þetta nóg í bili og ætla að halda áfram að láta mér leiðast í vinnunni.

Tuesday, November 18, 2008

allt er við sama garðsins heyhorn

Á föstudaginn kíktu þær Sedda og Magga í heimsókn og það var voða gaman að fá þær í villuna mína.
Mikið var spjallað, hlegið og horfðum við svo á kvikmyndina "how to loose friends and alienate people"
Röskva fékk að koma með Seddu og þurftum við að hafa dáldið auga með henni og Pílu þar sem þær áttu það til að brosa ófallega til hvor annarrar, hehe
- gekk allt þó stórslysalaust fyrir sig.

Laugardagurinn fór að mestu í tiltekt og tjill auk þess sem maður er farin að gera drög að jólagjöfum því þau nálgast óðfluga! 18 nóvember í dag, can you believe it... svo ekki sé talað um afmælisdaginn hennar móður minnar sem nálgast enn hraðar.

Jú ég fór að vísu í miðnæturgöngu með Píluna á laugardaginn. Það var bara æði.
Það var smá snjór yfir öllu, algjört logn og hitinn rétt yfir frostmarki og ekki nokkur hræða á ferli, nema við Píla.

Pásinn er að gera Pílu lífið leitt, en hún lítur víst á það sem sitt lífsmarkmið að sitja um fyrir honum og stara á hann allann liðlangann daginn í þeirri von um að hann álpist út úr búrinu svo hún geti veitt hann.
- hans prívat og personal fangavörður...

Hann egnir henni þá með að flauta ýmisa lagstúfa, en hún virðist æsast um helming ef hann gefur frá sér minnsta hljóð.
Honum hefur farið aðeins aftur í þjálfun sl viku þar sem Píla er hér því ég þori ekki að vera mikið að taka hann úr búrinu þar sem skolturinn á henni er alltaf nálægt.
Hann flautaði þó úlfaflautið 2x í gær sem er bara gott mál

Tuesday, November 11, 2008

Sækjast sér um líkir og heiminn

jæja þá er maður búinn að vera hér í Keflavíkinni í rétt rúman mánuð og líkar mér þetta bara ágætlega, ég næ að vísu engum rásum á sjónvarpinu, hvorki stöð 1 né skjá einum en þar sem ég hafði vit á að fjárfesta í TVflakkara og hef nóg efni inná honum er ég ekki að hvarta.

Einnig hef ég aðgang að bókasafni systur minnar og eftir að hafa lesið Blaze eftir Stephen King er ég núna komin vel á leið eð Marley & Me eftir John Grogan sem ætti að vera skyldulesning fyrir alla hundaeigendur. Virkilega skemmtilegur penni hann John.

Svo virðist ég hafa þann einstaka hæfileika að hrynja af hestbaki og hefur það gerst núna trekk í trekk að þessum hrossum sem Jón er með í tamningu takist að henda mér af eftir hrynu af hrekkjum og eru lendingarnar mismjúkar (flestallar harðar) og marinn er skrokkurinn en engin bein brotin enn sem komið er og hefur hringingum frá Jón fækkað til muna...
Sem er örugglega bara fyrir bestu fyrst maðurinn er með svona óstýrlát hross, hehe get bara ekki beðið eftir að fá mína skvísu inn en ég ætla henni góða hluti í vetur ;)

Sl helgi skrapp ég til Borgarnes ásam Siggu systur og fjölskyldu. Þar var margt masað og skrafað og meðal annars lét snillingurinn hún systir mín út úr sér falla orðatiltækið "Sækjast sér um líkir og heiminn" ... stuttu seinna komst ég að því að hún hafði ætlað að segja "líkur sækir líkan heim" en það kom ekki betur út en svo.

M+P munu svo koma hingað í kvöld ásamt Pílu ponnsinu og er okkur boðið í mat til Ron og Kathy.. spurning hvort pílu verði boðið líka, pæling

Næstu helgi ætla þær Magga Mús og Sedda að kíkja til mín í víkina og mun án efa verða mikið stuð á okkur stöllum.
Á sunnudaginn er svo pælingin hjá okkur Seddu að fjárfesta í saltsíld og fara með í útigangin, smá prófun til að tékka hvort þetta minnki líkur á hnjúskum.

Helgina eftir það munu þær Sigga sis, Svansý, Erna og Linda leggja leið sína til mín og er planið að skrappa! verður án efa feikna fjör ^^

Vildi að ég gæti staldrað lengur og ritað meira en Sigga er víst að fara yfirum á msn... er víst ekki sátt við að ég viti hvaða gjöf Dóri planar að gefa henni í jólagjöf, sérstaklega ekki þar sem ég vill ekki segja henni hvað það er :P

Tuesday, October 21, 2008

How to be gorgeous

I think it was Donald Mainstock, the great amateur squash player, who pointed out how lovely I was.
Until that time I think it was safe to say that I‘ve never been aware of my own timeless brand of loveliness, but his words smoked me because you see I am lovely in a fluffy moist kind of way. I walk, let‘s be splendid about this, in a lightly extended could of gorgeousness that isn’t far thought from being simply terrific. The secret of smooth almost shiny loveliness of the way of which we’re discussing in this simple frank creamy soft way doesn’t reside in oils, balms, ointments , creams, milk moisturizers, lineaments, lubricants and precations or balsams to be rather divine for just one noble moment. It resides, and I mean this in a pink slightly special way, in one attitude and mind. To be gorgeous and high and true and fine and fluffy and moist and sticky and lovely all you have to do is believe that you are gorgeous and high and true and fine and fluffy and moist and sticky and lovely. And I believe it of myself. Timidly at first then with mountain heat and passion and because, stopping for a second to be super again, I’m so often tolded.

That’s the secret really.

Friday, October 10, 2008

Hagamús

Viti menn, ætli það sé ekki smá músangangur hér í vinnunni hjá mér. Eða að minnsta kosti undir vaskinum í "eldhúsinu" en þar er líka ruslafatan og án efa ýmsilegt gómsætt sem hægt er að gæða sér á.

en hún Margrét hér hikaði hvergi, fór í Byko, keypti músagildru og var mýsla litla orðin fangi strax daginn eftir, en þar sem að við erum svo náttúruvæn hér urðum við að sjálfsögðu að nota gildru sem hélt í henni lífinu.
Þetta var nú bara lítið ungagrey sem mig langaði ósköp mikið að taka með mér heim svo það yrði nú eitthvað líf í íbúðinni en ákvað svo bara að leyfa ræstingarkonunni að taka hann. Tel sjálfri mér í trú um að hún hafi nú vonandi farið með hann langt út í móa og sleppt honum þar
- hann var ósköp krúttlegur.

Annars gengur allt bara ágætlega hér í vinnunni, hefur verið fremur rólegt í vikunni en þó hef ég setið tvo fundi og graflað aðeins í fundargerðum og núna er ég að bíða eftir honum Þórði, en hann á víst að koma og sýna mér hvernig ég get fært vinnutíma verktakanna inn í excel skjal því já litla ég á að halda utan um það allt saman og skila af mér skýrslu mánaðarlega, oh joy :P

En það hefur verið mikið að gera í hestastússinu og hef ég verið að fara í sex reiðtúra á dag á mistömdum tryppum og gengur það misvel, bara eins og gengur og gerist, hehe
og er ég komin með amk tvö uppáhalds tryppi þarna og get núna heldur ekki beðið eftir að fá stelpuna mína til mín :)

Wednesday, October 8, 2008

Klukkuð

Já allt virðist vera að fara í hringi, Abba tónlist hljómar hæðst... það er kreppa... og núna er víst aftur farið að klukka saklaust fólk á bloggum og er ég víst engin undantekning...

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
- Afgreiðslustörf á Hyrnunni
- Sumarafleysingar í sparisjóðnum
- Á lagernum í Sólarfilmu
- Administrative assistant hjá HRV

Fjórar kvikmyndir sem ég held uppá:
- Finding Nemo
- Rocky Horror
- Iron Man
- The Wedding Date

Fjórir uppáhalds sjónvarpsþættir:
- Friends
- Supernatural
- House
- Dexter

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
- Spánn
- Danmörk
- Noregur
- Sumarbústaður í sveitinni

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
- http://www.hestafrettir.is/
- http://www.facebook.com/
- www.rottweiler.is/spjall
- http://www.mbl.is/

Fernt sem ég held upp á matarkyns:
- Heimagerð Pizza
- Lasagne á la sigga
- kjúklingaréttur á la pabbi
- Kalkúninn á jólunum

Fjórar bækur sem ég les oft:
(ég les sjaldnast bækur oftar en 1x eða 2x en þær sem eru í uppáhaldi eru)
- Dark Tower serían eftir Stephen King
- Monsterous Regiment eftir Terry Pratchett
- Harry Potter bækurnar eftir J.K Rowling
- Þjóð Bjarnarins Mikla eftir Jean M. Audel

Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna:
- Í heitapottinum heima
- Uppí rúmi
- Uppí hesthúsum
- Á spáni

Ég ætla svo ekki að vera neitt stórtæk í klukkmálum og held ég láti mér bara nægja að klukka hana Siggu systur

Tuesday, October 7, 2008

Fyrsta vikan næstum hálfnuð

Þessi fyrsta vika virðist bara vera að byrja vel.

Á mánudaginn fór ég með Margréti í smá skreppitúr, fórum í gamla kanabæinn (keilissvæðið) þar sem hinar skrifstofurnar eru og hitti ég fólkið þar. Svo rúntaði hún aðeins með mig þarna um og fékk maður svona guided tour um það hvernig allt hafði verið þegar hermennirnir voru á staðnum, mjög fróðlegt og skemmtilegt.

Daginn í dag byrjaði ég með því að fara á öryggis námskeið og hef annars verið að baslast í fundargerðum í dag, skrifa inn og setja upp á nýju formi og þess háttar og gengur það bara bærilega. Níels var svo eitthvað að tala um að kannski láta mig fara að sitja einhverja fundi... eða að minnsta kosti snara nokkrum eldri fundargerðum upp á nýja formið.

Í gær (mánud) hitti ég þá Arnar og Jón, en þeir eru mennirnir sem ætla að leigja mér í vetur pláss fyrir hana Álu mína, Því varla hélduð þið að hin litla ég ætlaði að vera hestlaus í vetur?
Þeir eru ágætir strákar, báðir eitthvað í kringum þrítugt, og ég fékk smá hnút í magann þegar ég sá allt blingið hans Jóns en uppá kaffistofu er ekkert nema gullpeningar og bikarar og þar sem að ég mun vera eitthvað að aðstoða hann við tamningar í vetur er ég ansi hrædd um að hann eigi eftir að komast að því að ég kann mun minna en hann....
- og þá er aldrei að vita nema hann geti kennt mér nokkur sniðug og góð trix ^^

Annað í fréttum er að hún Anna ætlar að koma í heimókn í kvöld ^^
Við ætlum sko að elda okkur eitthvað gott, slæpast, horfa á supernatural... og svo þarf hún að vísu eitthvað að lærast smá... en hvað um það. We will have good time, yes.

Friday, October 3, 2008

Flutt til Kef og byrjuð að vinna

jæja þá er ég nokkurnvegin búin að koma mér fyrir hér í keflavíkinni, hef sofið hér eina nótt og so far er þetta bara fínt.
Að vísu byrjaði fyrsti dagurinn kannski ekki eins vel og ég ætlaði þar sem að allur snjórinn sem kom í nótt runkaði mig aðeins í ríminí. Þannig var að ég beygði aðeins of snemma og endaði alveg á svæðinu þar sem verið var að grafa fyrir grunni álversins... og ég skyldi hvorki upp né niður, mundi sko ekki eftir þessum grjóthnullungum frá því í gær, hehe
En allt reddaðist þetta á endanum og ég fann skrifstofurnar aftur ;)

Ég er nú ekki búin að vera að gera mikið þessa fyrstu tvo daga mína, enda er frekar rólegt akkúrat eins og er og ég á líka eftir að fá öll mikilvægu forritin inn í mína tölvu á borð við ipas og SAP.
Svo þangað til mun ég aðallega bara vera í því að ljósrita, hehe

Hér eru allir voða almennilegir og vinnumórallinn góður sem að skiptir náttúrulega öllu máli, eða svo þykir mér að minnsta kosti. Ég var samt búin að gleyma því hversu óþægilegt það er að vera að byrja í nýju starfi og hafa ekki hugmynd um hvað verið er að tala... á köflum skil ég hvorki upp né niður í því sem Margrét eða Niels eru að tala um, en þetta lærist víst með tíð og tíma.
- Ég er allavega orðin ágætlega lunkin á ljósritunarvélina!

Svo er hugmyndin um að skreppa í Borgó um helgina, en ég á samt eftir að heyra í honum Arnari nokkrum varðandi hestamál, ef hann vill hittast í fyrramálið að þá er ég kannski ekki alveg að nenna að keyra í nesið til að keyra til baka daginn eftir... en það kemur bara í ljós.

Monday, September 22, 2008

Huginn 2ja og ég flyt til Keflavík, Iceland

Já sælt veri fólkið og takk fyrir síðast.
Í gær var hörkustuð enda var tveggja ára afmælisveisla í gangi hjá engum öðrum en honum Huginn Aðils!
- trúi því varla að litli snúðurinn sé orðinn tveggja ára... times fun when you're having flies, eh

En já það voru kökur og krakkar og gjafir og pakkar og nóg um að stússast og óska ég frænda litla til hamingju með daginn í gær og þakka kærlega fyrir mig.

Í öðrum fréttum þá hef ég verið á ljósmyndanámskeiði síðustu viku og hefur það bara gengið nokkuð vel, er farin að læra eitthvað á þennan rándýra grip minn svo maður ætti að geta tekið myndir með annarri stillingu en 'auto' :P

and best believe it að þá er meira í fréttum. Ég keyrði pabba á flugvöllinn í dag og fór hann til þýskalands... viðskipta ferð segir hann... octoberfest segi ég :P allavega að eftir það skutl fór ég yfir í HRV að ræða þar nokkur málefni við eina steinunni nokkra og viti menn, ætli ég hafi ekki verið að lenda vinnu við helguvíkurverkefni norðuráls!!
- you are reading the blog of the administrative assistant

nokkuð fansy ekki satt ^^

og að því sögðu að þá mun ég flytjast til Keflavíkur um mánaðarmótin.
spennó spennó

Saturday, September 13, 2008

Sumir dagar eru betri en aðrir... en ekki dagurinn í dag

Já ég er orðin dáldið pirruð á þessum degi í dag...
Við systur fórum og ætluðum að athuga með að komast á hestbak. Sem endaði ekki betur en svo að við fengum okkur þriggja klukkutíma göngutúr í gegnum þúfur, læki og eðju í grenjandi rigningu og roki og það var ekki beint gaman, komumst líka að því að stelpurnar okkar voru búnar að rífa undan sér sitthvora skeifuna svo við hefðum heldur ekkert getað farið á bak...

Þegar heim var komið stakk ég mér í langþráð bað og ætlaði mér svo að setja í tölvuna myndband sem ég tók af honum Klæng "mínum" í gær þegar ég fór að skoða hann en það var sama hvað ég reyndi the bloddy machine would not cooperate!
og ég er orðin frekar pisst yfir því.

Gærdagurinn var þó mikið betri þrátt fyrir rúmar 4 klst í bíl, þær voru nefnilega þess virði því við Sedda og Hjörtur fórum að sjá hann Klæng, og mikið rosalega er strákurinn flottur. Við sáum líka nokkur afkvæmi, eina 2ja vetra meri og folöld síðan í sumar sem voru svo róleg, yfirveguð og forvitin.
Algjörar krúttabumbur. Voru mjög falleg með fjaðurmagnaðar hreyfingar, Leist bara þrusuvel á þau.
ýmis málefni voru rædd þarna á fundi og var kjötsúpa í boði hússins.
Meðal þess sem ákveðið var var að stefna á með strákinn á næsta landsmót sem verður árið 2010.. þá er aldrei að vita nema maður mæti, svona þegar maður hefur einhverra hagsmuna að gæta, hehe

Á morgun tekur svo ekkert annað við en að pakka niður í töskur og undirbúa brottför þar sem ég mun flytja heim í föðurhúsin
.. for the time being amk

Wednesday, September 10, 2008

Skódagurinn mikli

Í dag fórum við Sedda að raða upp í Perlunni... okkur brá heldur í brún þegar við tókum eftir því að það var skómarkaður þar í gangi!!!

Karlarnir í vinnunni hefðu átt að vita betur en að senda tvær stelpur að raða upp þar sem skómarkaður var en við enduðum að sjálfsögðu á því að skoða alla þessa skó. Þetta voru rosalega flottir og skemmtilegir skór. og ég sem hef alltaf átt rosalega erfitt með að velja skó keypti mér par

erm..... pör

eh... nokkur pör.....

tvenn...... fern.... eh.... *hóst* ...... sex!

ég keypti mér sex pör af flottum hælaskóm!!! somebody help me!
en ég meina þetta var útsala svo ég græddi... hefði þetta ekki verið útsala hefði ég bara getað fengið tvenn pör á sama verði og auk þess verð ég að hafa fína skó ef ég er að fara að vinna á skrifstofu it's a well known fact

Svo verður aldeilis mikið að gera hjá mér um helgina... á morgun er ég að fara með stelpunum út að borða og í bíó, á föstudaginn er ég að fara með seddu leeengst upp í sveit að fá að sjá hestinn sem við vorum að kaupa hlut í, á laugardaginn er ég að fara í afmælisparty og á sunnudaginn fer ég til siggu að skrappa og þarf líka að klára að pakka niður þar sem ég fer þá aftur í Borgarnesið!
- Hvenær ætli ég hafi tíma til að fara niður í bæ, kíkja á þessa skemmtilegu skota og lyfta upp nokkrum pilsföldum ^^


Saturday, September 6, 2008

Sing-a-long!

Í gær brunuðum við Sedda til Borgarness og áttum bara grefilli næs kvöld með miklu nammiáti og hryllingsmynda stemmingu.
En hún fékk að gista hér og fór svo í stöðumat upp á Mið-Fossa hér rétt fyrir utan hvanneyri fyrir námið sem hún hyggist stunda þar í vetur.

Hún er nú af stungin aftur í höfuðborgina og skyldi hana litlu mig eftir í sveita sælunni. Ég get lítið kvartað. Hér grilluðu foreldrarnir þennan dýrindis humar ofaní mig og planið er að fara í heita pottinn á eftir og láta allt þetta blessaða stress varðandi íbúðar og vinnu mál líða úr sér.
Ef ég á að segja eins og er að þá er ég búinn að vera algjör stress bolti síðast liðna viku og varla sofið á næturnar... I think way too much og er örugglega að hafa meiri áhygjur af þesu en ég þarf að hafa, but here they are and seem to be pretty comfortable

En hvað um það.
Við náðum aðeins að fylgjast með Meistaramóti Andvara í gær, en þá var hann Klængur "minn" að keppa... missti því miður af honum þar sem að við Sedda þurftum að drífa okkur í nesið en karlinn lenti í 5. sæti og mun keppa til úrslita á morgun.. aldrei að vita nema maður fái að sjá hann þá. Ef ekki að þá mun ég amk sjá hann á föstudaginn eftir viku ásamt hinum hluthöfunum :)
Bara vona að hann standi sig sem best þó ég hafi nú ekki trú á öðru.

Svo má nú ekki gleyma að minnast á það að á sunnudaginn munu ég, mamma, pabbi og Sigga systir fara í bíó, ekki hvaða bíó sem er heldur á Mama Mia myndina... Sing-a-long!
That's right, við munum syngja af öllum lífs og sálar kröftum með blessuðu ABBA lögunum.
- Þetta á bara eftir að vera gaman!

Thursday, September 4, 2008

Margt að ske

Já það er nú margt að ské hér á þessum bæ.

Næsta vika verður að öllum líkindum sú síðasta sem ég starfa í Sólarfilmu en svo er ég ekki alveg viss hvað tekur við..
Ég fór í atvinnuviðtal á mánudaginn sem gekk mjög vel og er nokkuð viss um að fá þá vinnu en það eina sem gæti staðið í veginum eru íbúðarmálin.

Þannig er með mál og vexti að þessi vinna er í Keflavík og er pabbi hugsanlega að fara þangað líka. Þeir vilja allavega fá hann í vinnu og hann vill vinna þarna með því skilirði að þeir reddi honum íbúð... eitthvað hökt hefur verið á því svari svo ég bíð enn í óvissunni um það hvað nánasta framtíð hefur fram að bjóða.

Á morgun ætlum við Sedda svo að skreppa til Borgarnes, en hún er að fara að hefja nám við Hvanneyrarskóla sem kennt er eina helgi í mánuði. Hún fær að gista eina nótt, en svo kem ég til baka í bæinn með mömmu og pabba á sunnudeginum en þá skilst mér að við séum á leiðinni á mama mia sing along sýningu í bíó!
- verður örugglega rosa stuð ^^

Alltaf er eitthvað að frétta af hestamálunum hjá mér... í síðustu viku höfðum við systur hug á að vera duglegar að stunda hrossamennskuna.. en útaf fúlum girðingarföntum og leiðinda hrossum komumst við hvorki lönd né strönd þar sem hrossin voru komin leeeeeengst í burtu. Við leituðum og leituðum og héldum helst að þau væri horfin inn í hestavíddina, en daginn eftir fundu kristján og hulda þau einhverstaðar lengst í burtistan... nota bene þetta er þúsund hektara land!

Svo hefur mín hug á að fjárfesta örlítið... en þá er pælingin að festa kaup á einum hlut í stóðhestinum Klæng frá Skálakoti, þeim glæsihesti.
En það mun ég einungis gera ef allt gengur upp varðandi Keflavíkina og starfið þar
- leave it up to chance one might say :P

Annað skemmtilegt í fréttum er að góðvinur minn hann Dr. House byrjar aftur í kvöld ^^
ég er mjög lukkuleg með það enda var ég farin að sakna hans þó nokkuð.

Svo má ég náttúrulega ekki gleyma að nefna litla augasteininn minn hann Huginn Aðils. Ég var að passa hann í fyrrakvöld.
Svo virðist sem að hann eigi í einhverjum erfiðleikum með að bera fram nafnið mitt og kallar mig sjú-sjú, sem er rosalega krúttlegt, sérstaklega þegar hann var að baslast við að koma sér í skónna mína og sagði í sífellu "sjú-sjú gór! sjú-sjú gór!"

What can I say, the child is a cutesie, tutsie roll :P

Monday, August 25, 2008

loksins, loksins, langþráð blog

Jæja þá hefur maður komið sér fyrir framan tölvuna og ákveðið að blogga. Margt hefur nú gerst á þessum tæpum tveim mánuðum síðan ég bloggaði síðast.
Tvítugsafmælið kom og fór, það var fámennt en góðmennt og fékk ég fullt af flottum gjöfum ;)

Allt hefur verið á fullu í vinnunni enda mikið túrista-season en það er farið að hægjast niður og erum við Sedda tvær eftir núna, en bæði Snæji og Magga eru byrjuð í skóla.
Sedda byrjar svo 6. september en hennar námi er þannig háttað að hún fer bara eina helgi í mánuði í skólann ásamt því að hafa fjarnám svo hún ætlar eitthvað að halda áfram í sólarfilmu í vetur.
Sjálf... tjah allt er enn óráðið varðandi mig eins og vanalega, hehe

Síðastliðnar tvær vikur hef ég svo verið búandi á miklubrautinni að passa þar hund og ketti og gekk það bara mjög vel en skilaði ég svo íbúðinni í gærkveldi þegar skötuhjúin þau sigga og dóri homu aftur heim úr brúðkaupsferðinni, já ætli þau hafi ekki loksins skellt sér í hnapphelduna og óska ég þeim til hamingju með það enda var brúðkaupið sem og veislan einstaklega vel heppnað og mjög gaman, fólk er enn að tala um þetta ;)
Það er þó skonndið að nefna það að í síðustu viku þegar ég var á leiðinni heim úr vinnunni þurfti ég að taka mér smá stund til að rifja upp hvert ég væri eiginlega að fara enda hef ég búið á þónokkrum stöðum undanfarna 6 mánuði
Borgarnes - keilufell - njörvasund - leiðhamrar og svo gamla góða miklabraut... ekki furða að maður ruglist stundum í ríminí

Af hestunum er það að frétta að Ála og Lilja hafa heldur betur fengið að njóta sumarsins enda hafa reiðtúrarnir verið MUN færri en maður hefði viljað... ætla þó að reyna að plata hana systu í einhverja reiðtúra áður en maður rífur undan fyrir haustið.
Annars er Veröld litla bara sú hressasta og unir sér vel úti í haga að stækka og fitna, farin að verða ansi myndarlega sú skotta.

Allt gott er einnig að frétta af Pílu-ponsinu. Nema það að hún var ekki par sátt um helgina þegar ég kom heim með Loka, en þau höguðu sér bæði mjög vel..
Það kárnaði samt gamanið hjá Pílunni þegar þurftu að baða hana eftir langan og blautan göngutúr undir hafnarfjalli.. hún sat lúpuleg með hausinn niður, titrandi meðan baðað var og svo var komin tími á að baða Loka...
Ég kalla á strákinn og segi honum ítrekað að fara í baðið, hoppa upp, í baðið en það kom nú fyrir ekki þegar allt í einu hleypur Píla framhjá okkur þar sem ég er að glíma við loka og stekkur í baðið!! gersamlega miður sín yfir að þurfa að fara aftur í bað :P
- óhætt að segja að hún sé hlýðin blessunin.

en svona í lokin ætla ég að skella inn einni skemmtilegri mynd sem náðist úr brúðkaupinu ;)

Saturday, June 28, 2008

Mánuður!

Ó já, það er tuttugasti og áttundi júní í dag sem þýðir að það er mánuður í tvítugsafmælið mitt !!
Ég bara get ekki beðið, the big 2 - 0 !
og þá skal sko rölt inn í ÁTVR og keypt sér smá áfengi ^^

Svo er náttúrulega verið að plana partý sem skal haldið í tilefni stórafmælisins sem mun vonandi heppnast vel, helsta málið er samt að finna þema.... það gengur ekki vel, ég er alveg hugmyndasnauð það kom að vísu ágætis hugmynd frá henni Möggu um að hafa 80's þema en ég er samt ekki alveg viss, ef einhver hefur hugmyndir endilega deila ;)

Í dag fórum við mamma og Sigga með Huginn litla að kaupa á hann föt fyrir brúðkaupið í ágúst.. ekki nema sex vikur í stóra daginn og manni er sko farið að hlakka mikið til en líka smá kvíði enda mikið eftir að gera en þetta á bara eftir að vera frábært ^^

Annars er allt við sama heygarðs hornið, nema að hestarnir hafa verið í fríi núna í nokkrar vikur og mig er nú eiginlega farið að hlakka dáldið til að geta komist aftur á bak.
Já og svo er ég hugsanlega eitthvað að fara að búa með henni Önnu Maríu næstu vikurnar, held að það verði nú bara stuð á okkur stöllum
10th kingdom marathon og þess háttar ;)

Saturday, June 21, 2008

Tíminn líður hratt á gervihnatta öld

já gott fólk það er bara kominn 21. júní believe it or not, þjóðhátíðardagurinn kominn og farinn og ég fékk enga gasblöðru þetta árið :(
En hún Anna María stóð sig svo glimmrandi vel sem fjallkona að það er bara ekki annað hægt en að klappa fyrir því *klapp, klapp*

við systur fórum í sleppitúr 15. júní svo núna eru gobbalínurnar okkar komnar upp í sveit og bíta þar grasið af áfergju. Fegnar því fríi sem þær fá meðan þær eru að venjast fóðurbreytingunum en ég býst við að fara aftur á hestbak í júlí.
Sleppitúrinn var náttúrulega bara snilld, 4,5 klst á hestbaki og veðrið eins og best var ákosið og ekki hægt að kvarta undan neinu nema aumum rössum, hehe

Ég hef verið frekar léleg að mæta í boot camp sl tvær vikur sökum veikinda... fékk leiðinda hálsbólgu sem þróaðist upp í gífurleg hóstaköst sem færði sig svo aftur í hálsbólgu sem er svo gott sem farin núna sem betur fer... hélt ég ætlaði aldrei að losna við þetta... það er bara eitthvað svo rangt við að vera lasin á sumrin.
En maður getur þó byrjað aftur að Boot campast á mánudaginn... úff... farið að hálf kvíða fyrir harðsperrunum sem ég á eftir að fá eftir þetta "frí"

Friday, June 13, 2008

Föstudagurinn 13. !

Já kæru lesendur, í dag er föstudagurinn þrettándi!
- hafið þið lent í einhverjum óhöppum í dag?

Enn sem komið er virðist ég hafa sloppið, en klukkan er bara að verða 6 svo það eru enn 6 tímar til stefnu...vona samt að það gerist ekkert neitt mjög hræðilegt.

Ég sá nú samt eitt alveg hræðilega fyndið í dag. Var fyrir utan sjoppu hér í höfuðborginni þegar ég sé mann sem á í basli með bílinn sinn, greinilega rafmagnslaus og það hafði nú einhver miskunnað sér yfir hann og ætlað að gefa honum rafmagn.
Teknir eru upp glænýjir startkaplar, rifnir úr plastinu á staðnum og alles. En snillingurinn drap ekki á bílnum þegar hann var að tengja kaplana... sem tjah er kannski ekkert svo svakalega alvarlegt nema hvað að hann setti + í - og - í + sem olli miklu neistaflugi og reyk og ég sver að snúran bara datt einhvernvegin í sundur!

og eins illkvittin og ég er að þá fór ég að skellihlægja.. að vísu ekki í opið geðið á þeim, tölti aðeins frá og hló þar... þetta var bara svo skelfilega fyndið *devilish grin*

Þessi bölvaða hálsbólga og hósti sem ég er með þó er ekki jafn mikil skemmtun og þetta atvik sem ég sá í dag og ég svaf frekar lítið í nótt sökum þess að ég var alltaf að vakna og hósta... ekkert lítið pirrandi, spurning hvort að ég hafi nokkuð haldið vöku fyrir hinu fólkinu á heimilinu því að þetta er svo hljóðbært hús að það hálfa væri náttúrulega hellingur :P

Wednesday, June 11, 2008

Sumarblíða

Já það er nú aldeilis búið að vera mikil sumarblíða þessa dagana og alls ekki hægt að kvarta yfir því ^^

en ég get þó kvartað yfir því hversu margir fullorðnir einstaklingar sýna fram á það ábyrgðarleysi að vera úti að hjóla með börnum sínum og enginn notar hjálm! ekki foreldrarnir og ekki börnin!
held að ég sé búin að sjá amk 6 börn núna bara á tveim dögum á aldrinum 6 og upp í ca 12 ára úti að hjóla, oftast í fylgd með fullorðnum, og þau nota ekki hjálm, ég bara skil þetta ekki...

Annars er mest lítið að frétta.. ég fór jú til tannsa á föstudaginn og hann vildi ekkert gera þar sem jaxlinn er enn svo neðarlega, en hann tók þó í burtu vír sem ég er búin að vera með uppí mér í nærri tvö ár, eða síðan síðasta barnatönnin mín var dregin... já... ég var enn mað barna tönn þegar ég var 18 ára ^^

Tuesday, May 27, 2008

Kvöl og pína

já ég get sko sagt ykkur að það er ekki tekið út með sældinni að fá endajaxl!
er vægast sagt illt í munninum, erfitt að borða, er komin með munnangur þarna líka og svo mikla bólgu að hálskyrtilinn þarna er líka orðinn bólginn svo ég er að taka jaxl, með hálsbólgu og munnangri.... triple trouble.

Annars er ég stödd heima hjá siggu systur að passa Huginn litla. En þau skötu hjú skruppu í bíó að sjá nýjustu Indiana Jones myndina, hlakka mikið til að heyra gagnrýnina enda stefni ég á að já hana um helgina ;)

En hér er svaka stemming hjá okkur Loka. Ég horfandi á The Fying Circus og hann með hausinn út um kattarlúguna geltndi á fólk... en Huginn sofnaði fyrir þó nokkru síðan.

jæja... ætla að halda áfram að horfa á the flyinc circus ;)

Wednesday, May 21, 2008

Holtsmúlaferð

Það var tiltektardagur á Holtsmúla sl sunnudag og það var aldeilis nóg að gera, en það hafi fokið þak af einhverjum kofa í vetur og glerull sem var geymd þar inni fauk út um allt tún svo við fengum að dunda við það að tína upp ullina í ca 3 klst......
Svo rusltýndum við í skurðinum, kíktum á gobbalingana og brunuðum um á fjörhóli svo að þetta var dáldið gaman ;)
Og talandi um gobbna að þá hefur hún Veröld heldur betur stækkað, tjah eða aðallega breikkað og á ábyggilega eftir að verða stórmyndarleg gella með þennan líka fína pönkara topp, hehe

Hún er ekki spök úti í haga (ekki enn amk) svo ég náði ekkert að klappa henni né kemba, en hún hætti sér nógulega nálægt til að þefa aðeins af mér :P

En já svo er allt að gera sig í Boot campinu, æfingar 3x í viku. Maður er kannski ekki alltaf að nenna á þessar æfingar en svo þegar maður er mættur þá er þetta rosa gaman ^^
Að vísu lenti ég í smá lífsháska í dag þar sem að gella á rauðum yaris var næstum búin að bakka á mig!
var að koma úr upphituninni og á leiðinni aftur inn þegar ég heyri Bigga þjálfara kalla "Passaðu þig! hún bakkar á þig!!"
Ég rétt náði að stökkva frá og áfram bakkaði ökustýran og klessti á staur sem var þarna aðeins fyrir neðan.... hafði hún þá ekki verið önnum kafin við að kveikja sér í sígarettu!
Kannski tók hún ekki eftir því að hún væri að renna aftur á bak eða eitthvað en ég meina samt... dí....
Annars er mest lítið að frétta, annað en að það að mér skilst að það sé víst komið ár síðan júróvision var síðast þannig að júró keppnin verður núna á laugardaginn með djúp steiktum kjúkinga bitum á la pabbi, sem er bara gott ^^
Væri þó extra gaman ef maður kæmist svo upp úr forkeppninni og yfir í aðalkeppnina svona til tilbreytingar, en það skýrist þó vonandi á morgun. :P

Wednesday, May 14, 2008

Komið sumar?

Já það er sko sannarlega búið að leika við mann veður blíðan sl daga og það er bara yndislegt :D

Hassperurnar eru allar að lagast, en samt var heldur betur tekið á því í BC í dag og aldrei að vita nema maður fái nokkrar fleiri á morgun....
Sedda vinkona hóf störf í Sólarfilmu í gær og hún stendur sig nú bara nokkuð vel, enda er hún að vinna með svo skemmtilegu fólki ;)

Pabbi labbi er líka bara allur að hressast, fer í aðgerð í fyrramálið og við óskum honum góðs gengis og vonum að hann komist svo eitthvað heim i nesið um helgina.

og talandi um helgar þá var hvítasunnu helgin bara æðisleg. fór í BC á föstudeginum og laugardeginum, og á hestbak. Skrapp heim í borgarnes og þar grilluðum við mæðgur og áttum góðar stundir. Klifum meira að segja "langleiðina" upp á hafnarfjall og hittum m.a einn af hvolpunum hennar Pílu.
Píla var ekki alveg jafn ánægð með þessa endurfundi og ég. En það er óhætt að segja að dóttir hennar er einstaklega falleg.

Þessa helgi verður svo vonandi farið með Seddu og hennar famelíu austur og kíkja á gobbana þar, taka til í haganum og þessháttar.
hlakka mikið til að Sjá hana Veröld mína aftur, hefur án efa stækkað síðan síðast og vonandi komin í sumarfeldinn ^^

Thursday, May 8, 2008

Djöbbans hassperur!

Jæja, er stelpan þá ekki byrjuð í Boot Camp og það gengur ekki betur en svo að eftir einn og hálfann tíma (mætti seint í fyrsta tímann) þá get ég varla hreyft mig fyrir hassperum eða harðsperrum for you picky ones.

en það þýðir víst að ég er að taka á því og það á að teljast jákvætt en persónulega sé ég fátt jákvætt við þetta þegar ég get varla labbað upp né niður stiga, spennt bílbeltið eða varla þvegið á mér hárið
og þar til að þessar hassperur lagast býst ég við að ég þurfi bara að halda mig við jarðhæðir, keyra varlega og hafa skítugt hár, hehe

En þetta er bara allt saman jákvætt og mig hlakkar mikið til að komast í fanta flott form fyrir brúðkaupið í sumar, því ó já ég fjárfesti í sumartilboðinu og verð að fram í september!!
- þeas ef ég verð enn á lífi, hehe

En það er heldur betur búið að vera mikið að gera núna þessa viku, pabbi búinn að vera á spítalanum útaf nýrnasteinaaðgerðinni og er hann allur að hressast kallinn sem er bara frábært, stórt knús á hann.
Svo er það náttla boot campið og vinnan.
Hesthúsið hefur setið aðeins á hakanum, en í dag skrapp ég uppeftir og þrátt fyrir hassperur og harðsperrur fór ég í reiðtúr og það var sko alveg þess virði í góða veðrinu :D

Þær voru líka svo glaðar að fá að komast út, og þá sérstaklega Lilja að hún varð að fá að sýna sig aðeins stelpan




Byrjaði sko á því að hoppa hæð sína



og svo var rokið af stað!

Ála skildi nú ekkert í þessum látum í henni, potaði bara í mig með snoppunni og bað um nammi/klapp :P

Thursday, April 24, 2008

Gleðilegt sumar

Já sumardagurinn fyrsti bara í dag svo ég óska öllum gleðilegs sumars!

Var að vísu frekar mikil rigning í dag en það er víst gott fyrir gróðurinn því ég sé grængresið spretta í offorsi hér og hvar, hlakka mikið til sólríkra daga í sumar :D

Vona að þið hafið haft það sem best í dag

Monday, April 21, 2008

allt má nú gera manni

Já það var svo sannarlega nóg brasað um helgina.

Á föstudagskveldinu eftir að hafa skroppið í borgarnes og aftur í r.vík hóf ég að skrappa með henni systur minni og ég er líklegast komin með bakteríuna. hendi kannski inn þessum tveim síðum sem ég náði að skrappa við tækifæri, mér finnst þær allavega hafa tekist ágætlega.

Jæja svo á laugardags morgninum var farið með Siggu systur í brúðarkjólaleigu og viti menn eftir að hafa mátað ca 6 kjóla fann hún þann sem þóknaðist henni og var hann alls ekki að verri endanum, virkilega fallegur kjóll!*
Einnig var fundað með Rannsý og mömmu varðandi skipulag á brúðkaupinu og er þetta allt í rétt átt.

Um kvöldið fór ég svo ásamt fríðu föruneyti út að borða á Caruso, sem var bara æðislegt. Fékk mér snigla í forrétt og lasagna í aðalrétt, sniglarnir voru snilld Anna vildi nú ómögulega smakka en þá var bara meira fyrir mig ;)

Eitthvað var rölt um bæinn eftir matinn, við Anna stungum svo af og kíktum lítillega á Broadway en þurftum svo að halda af stað þar sem að hún átti að vinna á Matstofunni í Borgarnesi um kvöldið. ég fór með henni og var þetta bara ágætasta road trip.
Svo hékk ég í ca 2 klst á Matstofunni þar sem við spiluðum og horfðum á Hidalgo, sem var bara mjög fínt.

Í morgun þegar við komum í bæinn skutlar Anna mér í breiðholtið þar sem að bíllinn minn beið mín... Með sprungið á einu framdekkinu!! það var alveg flatt!
og ég var ekki sátt.

Anna gerðist þó svo yndisleg að skutla mér niður í vinnu og sótti mig aftur að vinnudegi loknum.
svo kíkti ég aðeins á pabba labba á spítalann, en hann er búinn að vera þar síðan miðvikudaginn síðasta og er að jafna sig eftir nýrnasteina aðgerð.
Hann er ótrúlega harður að sér og duglegur karlinn. algjör hetja.

Þegar ég var komin aftur heim til Sólrúnar frænku þá dró ég Hauk með mér að skipta um dekk á bílnum. hann lenti í einhverju veseni með rærnar en allt hafðist þetta þó á endanum og ég get bætt við að skottið var fullt af vatni undir hjá dekkinu ... don't ask me how... don't ask me why ... you don't know you do drugs.

Sunday, April 13, 2008

jæja þá er komin rétt rúmlega vika síðan dramatíkin með burrann minn átti sér stað og þökk sé nýja Reley dæminu að þá hefur hann hagað sér eins og engill sem ég er mjög ánægð með ^^

Annars hefur þessi helgi bara verið mjög fín. Á föstudeginum eftir vinnu skrapp ég aðeins í kringluna sem ég hefði hugsanlega ekki átt að gera þar sem ég eyddi eiginlega of miklum pening í ný föt *roðn*
... það getur verið erfitt að vera stelpa

Svo um kveldið fór ég í tvítugsafmælis partý í breiðholtinu en þá var verið að fagna því að Þórhildur væri orðin löglegur alki óhætt að segja að það var mikið stuð í partýinu. Sungið Stephen Lynch og svona :P

Á laugardeginum var planið að við Sigga myndum fara í massífan reiðtúr.. eitthvað inn í heiðmörk en ætli stelpan hafi ekki bara bailað á litlu systur sinni, sem er ekki nógu sniðugt.
í staðinn renndi ég bara í Borgarnesið og hitti Önnu. Við fengum okkur að borða, spjölluðum og spiluðum svo playstation öskrandi, hlaupandi og flýjandi undan morðóðum orkum, hehe bara gaman ;)

Svo í dag.. hmmm... hvað á að gera í dag.
Er eiginlega bara að gæla við að skella mér í heita pottinn og taka bara chillið á þetta. Maður verður jú að vera upplagður fyrir að horfa á Boston Legal í kvöld.

ó og btw þá sá ég teikningarnar sem Dóri gerði að húsinu sem þau eru að hugsa um að byggja. Bara flott, lýst vel á.
Eina sem er að það mætti bæta herbergi fyrir ofan bílskúrinn þar sem ég get fengið að búa, hehe

Monday, April 7, 2008

So far so good

Jæja þá er ég komin aftur heilu og höldnu í höfuðborgina. Burri startaði sér í morgun and there was much rejoycing... yay.... Svo startaði hann sér aftur í hádeginu and there was even more rejoycing ... yaaay... og hann drap líka alveg eðlilega á vélinni svo við getum sagt að það hafi verið mikið re-að og joy-sað hehe


Annað sem er að frétta frá helginni er það að ég hef ákveðið að fara með hana Álu undir stóðhest í sumar og stefni ég á að fara með hana til Vestra frá Skipanesi.
Hann er mjög fallegur klár á fjórða vetri undan Glampa frá Vatnsleysu, rauð skjóttur, stór með góða byggingu, gott geðslag og mikla lyftu.Hann er að vísu klárhestur en ég er ekkert að kippa mér mikið upp við það þar sem hann er jú farin að stíga í töltið ;)

Fyrir ykkur sem hafa ekki hugmynd um hvað ég er að tala um hér að ofan þá getið þið bara skemmti ykkur við að horfa á þessa fallegu myndir af þessum fallega hesti.





















En þetta mun vera hann Vestri kallinn ;) algjör sjarmör ekki satt?

Friday, April 4, 2008

Andsetinn Burri

Já gott fólk, það hefur verið dáldið bíla vesen á mér þessa vikuna og í dag var ég farin að halda að blessaði burinn minn væri andsetinn!

Þetta byrjaði allt saman á laugardaginn fyrir rétt tæpri viku síðan.
Ég sem sagt kem heim í Borgó úr R.vík á föstudeginum ... á leiðinni fannst mér hafa komið smá reykur úr stýrinu en engin eldur og engin lykt svo ég ályktaði bara sem svo að þetta væri rykið sem hefur á dularfullan hátt komið sér fyrir í bílnum mínum.

En svo á laugardeginum þegar ég ætlaði að skutlast eitthvað þá var ekki möguleiki á að finna lífsmark í burra og pabbi í R.vík svo það varð að bíða fram á sunnudaginn.
Sunnudagurinn rennur upp og pabbi startar með köplunum, hann tók þá eftir að það vantaði einhverjar 2 skrúfur hjá alterarotnum (I learned a new word!) og telur að þessvegna hafi rafmagn lekið út eða eitthvað álíka,
hann fær skrúfur, festir í og allt ætti að vera í lagi, en því miður þegar ég legg af stað í bæinn seinna um daginn að þá er burri aftur dauður
Fær hann þá aftur kaplastart og talið að hann hafði ekki náð að hlaða sig nóg, ætti að gera það á leiðinni í rvk.

Allt virtist ætla að ganga að óskum, hann fór í gang á mánudagsmorgninum og ég komst heil á höldnu í vinnuna eeeeeeen þegar ég ætlaði að skreppast í hádeginu þá var minn dauður...
Ég hringí í pabba gamla sem hringir í þá hjá Ingvari Helgasyni og ég má koma með bílinn í tékk eftir vinnu.
Ég fæ start og bruna til Ingvars Helgasonar. Þar segi ég frá gangi mála og bíð í 20 - 30 mín meðan allt er mælt og athugað.
Segir mér þá maður að rafgeymirinn sem og alteratorinn séu orðnir vægast sagt lélegir og ég ætti að byrja á því að skipta um rafgeymi, ef hann lætur enn kjánalega þá skuli ég láta athuga alteratorinn og hann gefur mér nafnspjald hjá einhverju fancy verkstæði sem gæti gert þetta fyrir mig

Ég hringi auðvitað í pabba gamla sem segir mér að fara á N1 og fá nýjan rafgeymi þar... þar var ekki til í minni stærð, svo ég sendist á Olís í glæsibæ, tjái þeim að ég hafi ónýtan rafgeymi og vanti þar af leiðandi nýjan.
Kemur eldri maður með mælitæki og mælir geyminn sundur og saman og segir að það sé nú ekkert að þessum geymi en hugsanlega þyrfti að skipta um kol í alteratornum og sendir hann mig á verkstæði þarna rétt hjá þar sem ég var beðin um að koma aftur næsta dag. Sem ég og gerði.

Þar fór maðurinn yfir vélina og komst að þeirri niðurstöðu að það væri bara ekkert að honum, en bætti við vatni á geyminn... það var eftir að hann spurði hvort ég hefði ekki bara gleymt einhverjum ljósum á honum... það hefði ég kannski samþykkt ef þetta hefði gerst einu sinni, en ekki 3x á þremur dögum!

Síðan þá hafði allt gengið glimmrandi vel. Burri hagað sér skikkanlega og ávallt farið í gang. Þar til í dag.
Eftir vinnu geng ég út í bíl og þegar ég sest inn sé ég hvar þrjú ljós loga í mælaborðinu þrátt fyrir að enginn lykill væri í svissnum... fannst þetta fremur duló og þjösnaðist bíllinn dágóða stund áður en hann fór í gang, auðvitað hringi ég í dear old dad og segir hann mér að fara beina leið í ingar helgason sem ég og geri og segi þeim sólarsöguna. Með áherslu á ljósunum sem loguðu en þar er mér bara sagt að ég hafði komið á mánudeginum og hann sæi að ég ætti bara að láta skipta um rafgeymi og alterator og gefur mér aftur nafnspjaldið hjá verkstæðinu og bætir við að ég eigi bara ekkert að fara með bíl á bensínstöð í mælingu.
svo bara bless og mér leið eins og algerum bjána...

í þetta sinn svaraði pabbi ekki símanum sínum svo ég skrapp og fékk mér að borða og svoleiðis þar til hann gat hringt í mig, en í millitíðinni gerðist það að ég sem sagt stoppa bílinn og býst til að drepa á honum, sný lyklinum og tek hann úr. ljósin slökkna og útvarpið þagnar en vélin hélt áfram!
ég sting lyklinum aftur í og sný í báðar áttir og loksins slökknaði. pabbi hringir og segist ætla tala aðeins yfir hausamótunum á ingvarsmönnum *stolt*

Eftir að hafa farið á hestbak heyri ég í pabba og að ég má víst koma með burra í tékk eftir helgi. allt í lagi með það og ég bruna í Borgó.
Þegar ég var undir Esjunni fannst mér sem reykur kæmi aftur upp frá stýrinu, en sem og fyrri daginn þá var engin hiti, engin eldur og engin lykt.... og nokkru seinna hætti þetta...

allavega, ég renn í hlað heima og býst til að drepa á bílnum... ljósin slokkna og útvarpið þagnar en vélin heldur áfram! og sama hvað ég þjösnast á lyklinum í svissinum þá bara heldur vélin ávallt áfram!
Ég fer með hann á eitt af verkstæðunum hér þar sem einn maður skoðaði hann og fann ekki hvað þetta hefði getað verið... annað en að bíllinn væri á lyfjum, spýtti eða eitthvað álíka.. (ég taldi hann frekar vera andsetinn) og benti mér á að fara á hitt verkstæðið sem ég og gerði, mátti koma með hann aftur eftir hálftíma.
Þá var pabbi kominn heim og hafði skoðað hann og myndað sér skoðun á því sem gæti verið að. hann og verkstæðisgaurinn ræddu málin og við skildum bílinn eftir í góðum höndum.

um klukkustund síðar er komið aftur með bílinn til okkar, hafði hann þá fundið eitthvað að ljósa reley-inu (lærði annað orð!) þannig að þó að ég svissaði af bílinn þá var eitthvað skammhlaup í þessu þannig að það virtist enn einhvernvegin tengja framhjá og halda vélinni gangandi. mjög líklega líka það sem gerðist þegar dularfullu ljósin kviknuðu í mælaborðinu.

Skipti sá góði maður um reley og núna á allt að vera komið í lag
7-9-13

Monday, March 24, 2008

Gleðilega Páska

Jæja núna er komin annað í páskum og á morgun verða páskarnir liðnir undir lok þetta árið .. sem er frekar leiðinlegt, persónulega finnst mér að páskafríið ætti að vera lengra en maður verður víst að láta sér duga það sem maður hefur.

Páskarnir voru nú bara teknir í rólegheitum, helminginn af páskafríinu var ég í njörvasundinu að húspassa fyrir tengdaforeldra systur minna. gefa kisunum að éta og horfa á animal planet ^^
Svo skrapp maður í borgarnesið, fór í fjöruferð með mömmu pabba, siggu og hennar fjölskyldu. Það var bara stuð, einnig fékk maður páskaegg. Strumpapáskaegg. nr fimm... með körfuboltastrumpi :D

Svo hefur maður líka farið aðeins á hestbak, við systur fórum í dag niður í heiðmörk og til baka. veðrið var æði þó það mætti nú vera aðeins hlýrra.

Einnig er nú möguleiki á að mér hafi tekist að selja 2 myndir... eina til skátanna í borgarnesi, mynd af blómi sem fer hugsanlega á skátaskeyti og svo er það hann Tolli, yfirmaður minn en það er möguleiki á að hann vilji fá eina hestamynd frá mér og setja á póstkort ^^

Friday, March 7, 2008

Hvenær kemur vorið?

Já ég er nú vægast sagt orðin leið á þessari veðráttu, var í raun rosalega hamingju söm í gær þegar það rigndi og allur snjórinn fór en varð fljótlega aftur óhamingjusöm í morgun þegar ég sá allan snjóinn úti... hvað á þetta að fyrirstilla og hvenær kemur vorið??

Annað í fréttum er að ég er búin að vera veik síðast liðna daga, var með frekar leiðinlega hálsbólgu og talaði eins og strákur í mútum í amk 4 daga. Einnig tók ég fermingarmyndir af stelpu sem heitir Ísfold og ég held að það hafi bara heppnast nokkuð vel, allavega voru mæðgurnar frekar ánægðar með afraksturinn.

Svo það skrítnasta var náttúrulega það þegar tengdamamma systur minnar hafði samband við systu og spurði hvort að ég gæti passað húsið þeirra og kettina í ca 10 daga meðan þau fjölskyldan færu erlendis... finnst þetta nokkuð magnað og auðvitað alveg sjálfsagt, ég meina þau hafa gervihnattadisk og animal planet, need I say more?

Thursday, February 21, 2008

..og svo bara páskar!

Innilega er manni óhætt að segja að tíminn líði hratt, febrúar fer senn að líða undir lok og svo bara páskarnir í næsta mánuði og sumarið þar á eftir.
Verð að játa að mig hlakkar mikið til að sumarið komi og það yrði æðislegt af sumarið í ár myndi vera eitthvað í líkingu við síðasta sumar, en ég er sko vægast sagt komin með leið á þessum snjó og snjóhreti sem búið er að vera viðloðandi síðast liðnar vikur

Var mega sátt þessa daga sem rigndi og allur snjórinn fór en núna segir Siggi Stormur að hann sé að koma aftur?!? ekki alveg jafn sátt með það.

Huginn er komin á fulla fart í gipsinu sínu og hörku dúlegur, enda ekki langt að sækja það enda var móðursystir hans í gipsi heila 3 mánuði af síðasta ári, má hann þá þakka fyrir að þurfa bara vera í því í 6 vikur :P

Píla var svo í ófrjósemisaðgerð á föstudeginum fyrir viku síðan og hún er nú bara ótrúlega brött stelpan, er víst farin að stökkva upp í sófana heima og svoleiðis ... hehe

Annars er mest lítið að frétta, bara þetta vanalega held ég.. vinnan og hestbak er svona það helsta sem spannar sólarhringinn manns og uni ég því bara vel enda í skemmtilegri vinnu og á skemmtilegan reiðhest ;)

Svo eru pælingar um framhaldið samt að gera mann frekar pirri-pú, sérstaklega þegar maður hefur ekki glóru um hvað mann langar að gera...
væri ekki leiðinlegt að opna fyrsta dýra-ljósmyndunar-stúdíóið hér á landi bara spurning hvort það sé markaður fyrir því

og ég held að það væri heldur ekki leiðinlegt að vera hjúkka á dýraspítala.. það er ekki eins langt nám og dýralæknirinn en örugglega ekkert léttara og spörning hvort maður meiki alla þessa efnafræði, svo ekki sé talað um blóðið og jukkið sem fylgir þessu víst og ekki víst að ég gæti verið með meðvitund á meðan því stæði, ég myndi bara enda í yfirliði á gólfinu býst ég við, hehe

Friday, February 15, 2008

Komið ár!

Jæja gott fólk, haldiði að það sé ekki bara komið ár síðan hún litla ég flaug af hestbaki og þríbraut á sér hægri hendina!
Það verður bara að segjast að tíminn líður svo sannarlega hratt því mér finnst svo stutt síðan ég var að pirrast og baslast við að skrifa með vinstri hendinni meðan ég eyddi þessum þrem mánuðum í ljóta gipsinu.

Hreyfigetan er ekki komin 100% en við skulum segja að hún er allavega í kringum 90 - 95 % sem er bara mjög gott mál :)

og talandi um gips að þá er hann Huginn litli heldur betur gipsaður, en hann fór í aðgerð á boomerang löppunum sínum á mánudaginn síðast liðinn. Hann var nú ekki par sáttur til að byrja með en er farin að kunn á þetta núna og skríður um gólf eins og skæruliði með lappirnar gipsaðar með bláu gipsi alveg upp í nára
- Hann er sko sannkallaður Ofur Huginn!!

Það er nú ekki allt búið enn, heldur fór Pílu ponnsið mitt í aðgerð í dag, en það stóð til að senda hana í geldingu. Hún fór snemma í morgunn og allt gekk vel fyrir sig, að vísu komu í ljós bólgur í leginu þegar hún var oppnuð svo því var bara öllu kippt út í staðinn fyrir að taka einungis eggjastokkana eins og stóð til, sem ég held að hafi bara verið gott mál þá þarf maður ekki að hafa áhyggjur af legkrabba eða neinu slíku.
Hún er búin að vera dáldið slöpp í kvöld enda búin að vera að jafna sig af svæfingunni auk þess sem ég held að deyfingin sé að þverra og þá finnur maður nú dáldið til.
- Vonum bara að stelpan verði fljót að jafna sig

og já ég hef meiri fréttir, en hann afi minn, Valur Magnússon lést í vikunni. Hann var 81 árs og búinn að liggja á spítala síðan í apríl á síðasta ári eftir heilablóðfall.
Hann var frekar mikið veikur og allir vissu að hann færi að fara. Nú er hann á betri stað og líður mikið betur.
R.I.P afi

Sunday, February 10, 2008

vikan að klárast!

það er nú ekki einu sinni fyndið hvað tíminn líður hratt og núna er ég búin að starfa heila viku í sólarfilmu!

Verð nú að segja að mér líkar bara virkilega vel þarna og er að takast að læra á það hvernig þetta gengur allt fyrir sig, svo er starfsfólkið þarna ekki af verri endanum ;) og það er bara mesta snilld ever að vera búin að vinna kl 12 á föstudögum, bara æði að hafa langar helgar sko


Annars hef ég nú ekki komist á hestbak síðan á fimmtudag sem er mikill bömmer og allt þessu leiðinda veðri að kenna því ef það er ekki rigning, rok og stormviðvörun að þá er svo mikill og blautur snjór að hann hleðst svo mikið í hófana að maður hefði bara endað á rugguhesti!
Þannig að maður hefur lítið annað gert en bara að hleypa þeim stöllum út í gerði til að velta sér aðeins og hreyfa sig.


Skapi mínu var þó létt á laugardaginn þegar Sedda dró mig með sér upp í hesthús með Mánadís sína í forbyggingar mat og svo austur að kíkja á tryppin :)

Þau litlu bara mjög vel út, voru í góðum holdum og vel loðin, að vísu var girðingin hrunin svo við þurftum að gera við og sem betur fer voru hestarnir allir enn á sínum stað. Ég komst voða lítið nálægt Veröld minni þar sem hún var dáldið stygg en það eldist vonandi af henni

Sæta Veröld
Annars held ég að það sé voðalega lítið spennandi að frétta, Boston Legal er í kvöld sem er ávallt frábært enda snilldar þættir ^^

Monday, February 4, 2008

Byrjuð í nýrri vinnu

Jahá gott fólk nú er stelpan komin í tvær vinnur
Önnur er á hagstofunni og hin í Sólarfilmu og þar sem ég var að vinna á báðum stöðum í dag að þá var vinnudagurinn minn frá 08.00 til 22.00 ... dáldið langur vinnudagur að mínu mati.

En já Sólarfilma,
Mætti s.s í dag fyrsta daginn minn og hann gekk nú bara nokkuð vel. Gústi var sá eini sem mættur var þegar ég kom og sagði hann mér að systur minnar væri sárt saknað enda fyndin, skemmtileg og lífsglöð stelpa þar á ferð (hans orð, ekki mín) svo þarna eru komnar aldeilis væntingar sem bornar eru til manns....

Svo mættu Tolli (eigandinn) og Margrét (almennur starfsmaður :P) um hálf níu. Tolli fór upp á skrifstofu og Gústi eitthvað út að sendast svo það vorum bara við Magga að dandalast inni á lager sem var bara mjög gaman. Flokkuðum póstkortin og svo sýndi hún mér hitt og þetta sem gott er að vita.
Ég held að mér eigi bara eftir að líka vel í sólarfilmunni sér í lagi þar sem fyrsti dagurinn gekk svona vel... nema að það sé eitthvað óheilla merki, because then I'm screwed

Annars er nú kannski ekkert svo mikið að frétta, var heima í Borgó um helgina ásamt henni systur minni og hennar fjölskyldu, sem var bara gaman nema þegar við fórum út að labba með hundana og lappirnar frusu næstum af okkur í þessum helv**** kulda.
Get ekki beðið eftir hlýrra veðri og jafnvel smá rigningu til að bræða þennan leiðinda snjó

En já.. hún litla ég þarf aðvakna kl 7 í fyrramálið að þá er ég að hugsa um að fara bara að sofa
later

Tuesday, January 29, 2008

Brúðkaup í sumar!!

Já gott fólk ætli hún systir mín sé ekki bara orðin lofuð kona því það kom loksins að því að Dóri bar fram stóru spurninguna, enda ekki seinna vænna þar sem að hann sagði sjálfur einhverntíma að hún yrði að vera gift fyrir þrítugt og þar sem hún er 26 ára í dag stelpan .. well you can do the math

Þannig að núna þýðir sko ekkert annað en að slá í rassinn á sér og koma sér í form ef maður ætlar að verða kick ass brúðarmær.. og það er sko sannarlega nóg að gera í undirbúningu og fleiru þar sem að brúðkaupið verður í ágúst!!!
- og svo þykist ég hafa tíma í það að blogga.. jeminn eini

later

Saturday, January 26, 2008

Fyrsti reiðtúrinn árið 2008!

Veiveivei!
þá er ég loksins búin að komast í reiðtúr á nýja árinu! ekkert búin að fara á bak síðan stelpunni var sleppt í ágúst.

Við systurnar fórum sem sagt út í hús og lögðum á stelpurnar okkar sem voru mjög ánægðar að sjá okkur. Hleyptum þeim fyrst aðeins út í gerði þar sem að þær veltu sér og andskotuðust, óheyrilega mikið stuð :P
svo þegar við lögðum af stað slóst í för með okkur stelpa sem var líka upp í húsum og skemmtum við okkur bara vel.
Lilja hennar Siggu og Þokki sem stelpan var á voru að vísu með svo mikið keppnisskap að þau voru eiginlega bara komin í kapp og Álu greyjið sem hafði varla yfirferðina í þetta á eftir á valhopp/stökki, hehe

Ég var samt rosalega ánægð með það hversu mikið Ála tölti þar sem ég bjóst nú við því að hún vildi bara brokka, en það vildi hún einmitt aðallega gera þegar ég keypti hana í vor en þá hafði hún náttúrulega ekki verið hreyfð í nærri ár svo það skýrir það kannski.
En þetta var bara rosalega gaman og ég naut mín út í eitt. sérstaklega þegar við hleyptum upp þarna eina brekku og Ála tók þessi líka þvílíku gleðihopp og stökk... bara eins og versta rodeo hross, stanslaust stuð!
Svo á leiðinni heim var hún komin í enn meira stuð og var farin að tölta hratt og vel þegar við svo komum að smá lækjarsprænu sem hún hafði gengið yfir bara nokkrum mínútum áður þá tók mín sig sko til og stökk yfir hana!
- fannst það sérstaklega skemmtilegt þar sem aldrei áður hefur hestur stokkið yfir neitt með mig á baki :P

En já óhætt að segja að þetta hafi aldeilis verið sallíbunu reið og var svo sannarlega skemmtileg. Svo erum við systur að hugsa um að skreppa aftur á morgun :P
- þær verða kannski aðeins rólegri þá, hehe

Friday, January 11, 2008

Breiðhyltingur

Já gott fólk, it has happened. hún litla ég er komin í höfuðborgina og orðin að breiðhyltingi eins og svo margt annað gott fólk hefur verið og er enn.

Ég eyddi s.s mestum deginum í dag í að pakka því sem ég átti eftir að pakka *sem var nú bara allt* og um fjögur lagði ég af stað á vit ævintýranna, hehe
Lenti hér í keilufellinu rétt rúmlega fimm, Sólrún frænka tók vel á móti mér eins og við var að búast og nú er ég búin að taka allt upp og koma mér fyrir. Gunnar frændi hló dáldið af mér þegar hann sá mig sitja við tölvuna mína við þetta miniature borð sem er hér inni, en ég er nú ekki beint há í loftinu þannig að þetta sleppur... þó svo að óhætt er að flokka þetta sem hobbita borð :P
Dorrit er ekki heima eins og er og býst ég við að hún sé með Hauki í vinnunni.. hlakka samt mikið til að hitta hana, hún er svo mikið krútt.
- skelli kannski inn mynd af henni við tækifæri

vinnan byrjar svo bara á morgun, en ekki fyrr en í hádeginu svo ég fæ að sofa út ;)

annars held ég að ég láti þetta nú bara duga úr Breiðholtinu í bili.
later ;)

Wednesday, January 9, 2008

Betra seint en aldrei..

Jæja ég vil bara óska öllum gleðilegs nýs árs!!

Þá er bara komið árið 2008!
Margt gerðist á síðasta ári, sumt gott annað miður gott og stundum finnst mér ég hafa verið frekar óheppin... lenti ég þá m.a. alls í 3 árekstrum og handleggsbrotnaði illa en ef litið er á björtuhliðarnar þá festi ég kaup á yndislegri hryssu, bíl og útskrifaðist úr FVA!!

og það er eiginlega stóra stökkið sem ég tek núna en þar sem ég ætla ekki að halda áfram í skóla fyrr en næsta haust að þá er það bara Reykjavíkin og atvinnumarkaðurinn sem tekur við, en ég fer í bæinn núna á föstudaginn en er það hún Sólrún frænka sem ætlar að lofa mér að vera :)

Ég er komin með tvær vinnur.
Önnur er hjá Sólarfilmu en ég byrja þó þar ekki fyrr en 1. feb, hitt starfið er hjá hagstofunni þar sem ég mun koma til með að vinna tvö kvöld virka daga og aðra hvora helgi. vinn ég sem spyrill og mun hafa það skemmtilega starf að hringja í fólk og spyrja þau spurninga.. voða merkilegt og mikilvægt ;)
- hagstofu starfið er þó ekki nema 4ra mánaða verkefni svo því verður líklegast lokið í apríl.. þá verð ég víst að sjá til hvort ég fái mér einhverja aðra auka vinnu eða láti mér bara Sólarfilmuna duga.